Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 34

Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 34
FÉLAGSMÁL BANKAMANNA Sumarleyfin. Samband íslenzkra bankamanna hefir far- ið fram á það við framkvæmdastjórnir bank- anna í bréfi, að sumarleyfi bankamanna verði lengd í samræmi við lágmarkssumar- leyfi verzlunar- og skrifstofufólks. Þannig að lágmarksleyfi liækki úr 12 dögum í 15, og önnur leyfi í hlutfalli við það. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis var einnig sent bréf um sama efni. Bridge-keppni. Tvenndarkeppni í Bridge á vegum Sam- bands íslenzkra bankamanna fór fram í vet- ur. Þátttaka var mikil og keppnin tvísýn. Sigurvegarar urðu þau lijónin Esther og Þórhallur Tryggvason, Búnaðarbankanum. Firmakeppni i knattspyrnu. Félag starfsmanna Landsbanka íslands hefir auglýst knattspyrnuæfingar í sumar, en félagið hefir hug á að taka þátt í „firma- keppni í knattspyrnu,“ sem fram hefir farið undanfarin ár milli fyrirtækja hér og notið vaxandi vinsælda. Væntanlega fjöl- menna Landsbankamenn á knattspyrnu- æfingar félagsins svo að þátttaka félagsins í keppninni verði með myndarbrag. Trúnaðarmenn Starfsmannafélags Útvegsbankans hafa verið skipaðir í útibúunum: Bjarni Sighvatsson, Vestmannaeyjum. Theodór Blöndal, Seyðisfirði. Bjarni Guðbjörnsson, ísafirði. Hafliði Helgason, Siglufirði. Júlíus Jónsson, Akureyri. Mötuneytisstjórn. Útvegsbankans skipa Adolf Björnsson for- maður í stað Erlings Hjaltesteð, sem tekur að sér önnur störf í þágu Starfsmanna félags- ins, Birna Björnsdóttir. Kvöldvaka. var haldin í hátíðasal Útvegsbankans laugardaginn 14. febr. s.l. Undirbúning og tilhögun önnuðust, Guðjón Halldórsson, Birna Björnsdóttir og Sigurður Guðjóns- son. Hófst hún með borðhaldi, öli og smurðu brauði kl. 8 að kvöldi. Kvikmyndasýning hófst klukkustundu síðar og voru sýndar myndir úr ferðalögum Útvegsbankamanna síðastliðin þrjú ár. Hafði Þormóður Ög- mundsson tekið myndirnar, sem allar voru litmyndir og vöktu mikla ánægju allra við- staddra. Sig. Guttormsson flutti bráðsnjallan og skemmtilegan þátt úr síðustu bankaförinni. Guðjón Halldórsson stjórnaði getrauna- þætti, er fólgin var í því að þekkja á stál- þræði allar raddir starfsfélaga í bankanum, og voru verðlaun veitt fyrir rétt svar. Varð sigurvegari Sigurður Sigurgeirsson. Þá lét Guðjón áheyrendur heyra úr stálþræði raddir ýmsra þjóðfrægra stjórnmálamanna, skálda og söngvara og var það af mestu prýði flutt. Guðm. Ásgeirsson söng einsöng og hlaut hann góðar viðtökur og verðskuldaðar. Á eftir var dans stiginn fram á nóttu og hurfu allir heim ánægðir. Kvöldvaka þessi var afarvel sótt, yfir 130 manns. Meiri fjöldi af starfsmönnum bank- ans var viðstaddur en fyrr hefir þekkst og allir skemmtikraftar og efni var úr Útvegs- bankanum. 24 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.