Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 14
Francis A. Mac Mullen.
Kl. 13.45 Eiindi: Vaxtapólitík.
Tryggvi Pálsson, hagfræðingur, for-
stöðumaður Hagfræði- og áætlana-
deildar Landsbanka íslands Bjarni
Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðla-
banka íslands.
Kl. 15.30 Kaffihlé.
Kl. 16.00 Umræður og fyrirspurnir til frum-
mælenda.
Kl. 19.00 Kvöldverður.
Föstudagur 25. ágúst:
Kl. 9.00 Stutt inngangserindi um „Reynslu
af tölvuvinnslu bankanna“ Helgi
Steingrímsson, Landsbanka íslands,
Svavar Jóhannsson, Búnaðarbanka
íslands, Gunnlaugur G. Björnsson,
Útvegsbanka íslands, Sigurður P.
Björnsson, útibússtjóri Landsbank-
ans á Húsavík.
12.00 Hádegisverður.
13.30 Umræður og fyrirspurnir til frum-
mælenda.
Kl. 15.00 Kaffihlé.
Kl. 15.30 Erindi: Ný pinglýsingarlöggjöf.
Magnús Fr. Árnason, aðallögfræð-
ingur Búnaðarbanka íslands.
Kl. 19.00 Kvöldverður.
Kl.
Kl.
Fyrirlestur Tryggva Pálssonar fjallaði um
peningamálin og bankana. Helstu efnisatriðin
voru eftirfarandi: Einstaklingar eiga yfirgnæf-
andi meirihluta innlána bankanna en útlán
eru aðallega veitt til atvinnurekstrar. Mjög
neikvæðir raunvextir sl. sex ár bafa haft í för
með sér að innlán hafa dregist stórlega saman
miðað við þjóðarframleiðslu og í kjölfarið hef-
ur orðið álíka samdráttur í almennum útlán-
um. Sá útlánasamdráttur hefur komið mis-
jafnlega niður á lánþegum bankanna.
Raunvaxtastefnu og nafnvaxtastefnu var lýst
og tekin afstaða með þeirri fyrrnefndu. Jafn-
framt var tekið fram að samhliða vaxtahækk-
un beri að lengja lán og leggja verðbótajrátt
við höfuðstól. Slíku vaxtakerfi svipar mjög til
verðtryggingar. Bent var á að vextir hafa stöð-
ugt orðið neikvæðari á jDessu ári en framtíð
bankanna byggist á Jrví að innlán vaxi á ný.
Lýst var skannntíma- og langtímaráðum inn-
lána og þess getið að innlánsaukning getur átt
sér verðbólguhvetjandi eða verðbólgnletjandi
orsakir. Miklar sveiflur í peningamagni eru
óheppilegar og ber að reyna að hafa hemil á
þeim með jöfnunarsjóði útflutningstekna og
aðgerðum Seðlabanka.
Tæki Seðlabankans til peningamálastjórnar
voru athuguð og bent á, að heppilegra sé að
stjórna útlánum banka með lausafjáraðgerð-
um en útlánamarkmiðum. Leyfa ætti lán milli
banka án tvöfaldrar bindiskyldu og vaxtatak-
markana svo áhrif lausafjáraðgerða yrðu al-
mennari. Að lokum var lögð á það áhersla, að
núgildandi vaxtareglur vegna yfirdráttar hjá
Seðlabanka bæri að afnema vegna mikilla
galla en taka Jress í stað upp hvetjandi vaxta-
reglur. Var sett fram hugmynd um nýjar regi-
ur .
Fyrirlestur Bjarna Braga Jónssonar fjallaði
um vaxtastefnu við skilyrði verðbólgu og
breytilegs gengis. Hafði efni þetta verið undir-
búið fyrir ársfund Seðlabanka Norðurlanda.
í fyrri hluta erindisins var gefið almennt yfir-
lit yfir hlutverk og markmið vaxtastefnu og
rakin saga opinberra vaxtaákvarðana, frá því
að virkari vaxtastjórn var tekin upp árið 1960,
8 BANKABLAÐIÐ