Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 15

Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 15
og leitast við að meta áhrif þeirra á efnahags- ástandið á hverjum tíma. Ennfremur var rætt stuttlega um afstöðu vaxtastjórnar til annarra hagstjórnartækja á sviði peningamála. Síðari hluti erindisins fjallaði nánar um vaxtaþróunina og áhrif hennar á tölfræðileg- um grundvelli. Vai rakin þróun meðalvaxta inn- og útlána bankakerfisins og útlána fjár- festingarlánasjóða, bæði nafnvaxta og raun- vaxta. Þá var gefið yfirlit yfir þróun peninga- legs sparnaðar, þ. e. raunsparnaðar miðað við fast verðlag. Með hjálp línurita voru leidd rök að því, að sparnaðurinn væri jöfnum höndum háður rauntekjum og raunvöxtum. Loks voru rædd nokkur skipulagsatriði vaxta og verð- tryggingar, er rnynda skilyrði farsællar stjómar á þeim málum, einkum með tilliti til reikn- ingshalds, skattameðferðar og verðlagsafskipta. Aformað er, að grein þessa efnis komi í næsta hefti Fjármálatíðinda. Helgi H. Steingrímsson, forstöðumaður Hagræðingardeildar Landsbankans, skýrði frá reynslu bankans af tölvuvinnslu, bæði eigin tölvudeildar bankans og RB. Rakti hann þró- un tölvuvæðingar hjá bankanum, er hófst ár- ið 1966, þegar bankinn tók á leigu tölvu frá IBM af gerðinni S60/20 og réð 3 starfsmenn bankans til kerfisfræðináms auk forstöðu- rnanns. Kom fram að bankinn tók á næstu ár- um að meðaltali eitt bankaverkefni á ári til tölvuvinnslu: 1967 sparisjóðsreikninga — 1968 ávísanareikninga — 1969 hlaupareikninga — Bjarni Bragi Jónsson og Tryggvi Pálsson. Helgi Steingrlmsson. 1970 víxla. Samhliða þessum verkefnum voru húsnæðismálastjórnarlán tekin til vinnslu. Með undirbúningi að stofnun RB árið 1972 urðu viss þáttaskil í starfsemi deildarinnar, er m. a. leiddi til þess, að farið var inn á þá braut, að annast verkefni fyrir viðskiptaaðila bank- ans. Þess hafði þá verið vænst, að RB skilaði árangri fyrr en raunin varð á, og var það eðli- leg ályktun með hliðsjón af fyrri reynslu bank- ans. Taldi Helgi ekki ósennilegt, að bankinn væri í dag búinn að taka öll helstu verkefni til töluvinnslu, hefðu áform um sameiginlega reiknistofu aldrei komið til. Mikilvægast væri þó, að þrátt fyrir ýmsa byrjunarerfiðleika, þá hefði það þegar sýnt sig og sannað, að ákvörð- un bankanna um sameiginlega tölvuvinnslu var réttmæt, og þegar til lengri tíma væri litið, mvndu ótvíræðir kostir slíkrar sameiginlegrar tölvuvinnslu koma enn betur í ljós. Þjónusta RB við bankana hefði, þrátt fyrir allt, reynst fullnægjandi allt frá því er vinnsla hófst í október 1975, nema helst varðandi sein skil á álagsdögum. Þó væri það vandamál enn þann dag í dag, hversu langan tíma það tæki RB að ljúka hönnun verkefna, og nefndi hann í því sambandi víxlaverkefnið, þar sem skipu- BANKABLAÐIÐ 9

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.