Bankablaðið - 01.12.1978, Page 22

Bankablaðið - 01.12.1978, Page 22
bankamannasambandsins Þing danska bankamannasambandsins var haidið í Kaupmannahöfn dagana 5. og 6. októ- ber sl. Þingiö sátu 230 fulltrúar frá öllu land- inu ásamt innlendum og erlendum gestum. „Politikerne er ved at ödelægge vores lönsystem“ Þannig komst formaður danska banka- mannasambandsins (DBL) að orði á þinginu, eu með ýmiss konar aðgerðum af hálfu stjórn- valda hafa kjör bankamanna í Danmörku ver- ið skert og hefur kjaraskerðingin verið meiri hjá bankamönnum en átt hefur sér stað á hin- um almenna vinnumarkaði í Danmörku, þ. e. meðal félagsmanna Alþýðusambandsins. Þekkir nokkur þessa lýsingu? Minnir þetta ekki býsna mikið á þær ráðstafanir sem hér hafa verið gerðar með „þaki“ á vísitölu sem að- eins nær til bankastarfsmanna og opinberra starfsmanna. „Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigð- um“ sagði formaður DBL Birte Roll Holm á þinginu. „Stjórnmálamennirnir verða að sætta sig við, að við getum ekki tekið undir óskir þeirra og kröfur um takmörkun launa- liækkana. Slíkt er óhugsandi fyrir opinbera starfsmenn og bankamenn eftir það sem á undan er gengið, rýrnandi kaupmátt þessara starfshópa miðað við aðrar stéttir þjóðfélags- ins“. Nýr kjarasamningur framundan Nýir kjarasamningar eru nú framundan hjá danska bankamannasambandinu. Þingheimur virtist á einu máli um það, að hörð barátta væri framundan. Ekki bætir það stöðuna á vinnumarkaðnum danska, að atvinnurekendur hal'a lýst því yfir, að nú sé krafa þeirra launa- lækkun, þannig að enn meira ber á milli en ella. Alla vega virðist það ljóst, að reikna má með harðandi átökum og mun SÍB fylgjast ná- ið með þróun mála hjá dönskum bankamönn- um næstu vikur og mánuði. Nýtt launakerfi Á þinginu komu fram kröfur um nýtt launa- kerfi fyrir danska bankastarfsmenn. Núver- andi launakerfi var talið úrelt þar sem launa- hlutföllin sem um var samið hafa breyst vegna Jress að vísitöluuppbætur hafa ekki verið greiddar sem prósenta ofan á laun heldur föst upphæð. Hefur þetta gilt frá árinu 1975 og af þessum sökum hafa þau launahlutföll sem upphaflega voru umsamin breyst allverulega. Félagsgjöld, verkfallssjóður o. fl. Samþykkt var að mánaðarleg félagsgjöld skyldu hækka um 10 kr. danskar frá og með 1. janúar 1979. Félagsgjöldin eru þá orðin danskar kr. 61.70 á mánuði eða 740 danskar kr. á ári fyrir starfsmann í fullu starfi. Þetta gerir tæplega 44 þús ísl. kr. í félagsgjald á ári fyrir starfsmann í fullu starfi, en til saman- burðar rná geta Jress, að félagsgjald SÍB fyrir yfirstandandi ár er kr. 5.500, - fyrir hvern starfsmann. Af félagsgjöldum greiðist tiltekin hluti í verkfallssjóð danska bankamannasambandsins, 16 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.