Bankablaðið - 01.12.1978, Side 30

Bankablaðið - 01.12.1978, Side 30
Starfsmannafélag Verslunarbanka íslands 20 ára Fyrir rétt rúmum 20 árum, eða nánar tiltekið 31. október 1958, skutu 17 starfsmenn Verslunarsparisjóðsins á fundi og stofnuðu með sér fé- lag. Félag þetta varð síðar Starfsmannafélag Verslunar- banka íslands, skammstafað S.V.I. Strax í öndverðu gerðist fé- lagið aðili að Sambandi ísl. bankamanna og hefur æ síð- an sótt styrk til þeirra heildar- samtaka bankamanna í ýmsu því er snert hefur hagsmuni félaganna. Félagið hefur síðan starf- að með mismiklum þrótti, en félagslegurdoði og áhugaleysi aðila hefur jafnan háð starf- semi þess nokkuð. Blóma- skeið starfseminnar verða því jafnan rakin til ötuls starfs nokkurra einstaklinga, sem með ótrúlegri eljusemi hafa fórnað sér fyrir málstað fé- lagsins. Sé litið yfir farinn veg verð- ur manni hugsað til ýmissa skemmtana, sem félagið hef- ur gengist fyrir og allar tekist með hinum mestu ágætum. Skemmtanir þessar hafa stuðlað að betri kynnum starfsmanna og aukið á fé- lagskennd þeirra. í annan stað mætti minnast reksturs sykurhúss (sjoppu) innan bankans, sem jafnan hefur haft á boðstólum ýmislegt munngæti. Hefur það glatt hina fjölmörgu sælkera fé- lagsins og létt á streitu í dags- ins önn að geta keypt sér flösku af mineralvökva ásamt öðru moði. Hámark starfsemi félagsins verður að telja byggingu tveggja sumarbústaða í landi Ásólfsstaða í Þjórsárdal. — Þessu marki var náð með fjárstyrk frá bankanum og sjálfboðavinnu starfsmanna. Verður að telja það öflugt framtak ekki stærra félags að ná að iyfta slíku Grettistaki, og verður þeim seint fullþakk- að, sem hvað mest létu af mörkum til þessa málefnis. Þann 28. október síðastlið- inn minntist félagið 20 ára af- mælis síns með myndarlegu hanastélsboði í húsnæði S.Í.B. að Laugavegi 105. Voru þang- að boðnir allir núverandi sem fyrrverandi félagar, banka- stjórar, bankaráð auk for- manns og stjórnar S.Í.B. Voru félaginu fluttar þar árnaðaróskir og einnig voru því færðar gjafir. Varð þetta teiti hin mesta og þótti mjöður sá, er skenkt- ur var, hinn Ijúfasti, en í anda núverandi ríkisstjórnar þótti tilhlýðilegt að bjóða upp á „Black Russian". Að þessu loknu var fjöl- mennt að Hótel Loftleiðum í tveimur strætisvögnum, sem sérstaklega voru leigðir í því skyni að flytja gestina á milli. Mun það mörgum ógleyman- leg lífsreynsla að hafa fengið að aka í strætisvagni með jafn hreyfu föruneyti og er það mál vagnstjóranna að sjaldan hafi sést glaðlegri far- þegar. Að Hótel Loftleiðum var snæddur kvöldverður hinn Ijúffengasti og síðan stiginn dans. Var fótaburður manna yfirleitt í beinu hlutfalli við magn það, sem þeir höfðu náð að innbyrða af hanastéli fyrr um kvöldið. Þegar hér kemur var álitið rétt að Ijúka frásögninni, þar eð heimildir þykja ekki áreið- anlegar. BANKABLAÐIÐ sendir stjórn og félögum Starfsmanna- félags Verslunarbanka íslands bestu afmæliskveðjur. 24 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.