Bankablaðið - 01.12.1978, Page 33

Bankablaðið - 01.12.1978, Page 33
húsanna, jafnframt því, sem rafmagn hefir verið lagt að staðnum. Áætlanir eru uppi um, að snemma í vor verði húsunum komið upp og von- ir standa til að þau verði til- búin til afnota seinni hluta sumarsins. Bárður Daníelsson, arkitekt, teiknar húsin, en Reynir Aðal- steinsson, skrúðgarðaarkitekt, hefir gert uppdrátt af landinu og skipuleggur svæðið. í framhaldi af eftirgrennsl- an Hermanns Stefánssonar á landi undir sumarbúðir aust- anlands, hefir F.S.L.Í. keypt ca. 9 ha landspildu við Lagar- fljót í landi Ketilstaða. Landspilda þessi er í vík við fljótið, og einkar hentugt til sumarbústaðabygginga. Reynir Vilhjálmsson hefir skipulagt landið og staðsett vegarstæði að því, jafnframt hefir hann markað stæði fyrir fimm bústaði og leiksvæði barna. Standa vonir til að á næstu árum rísi þarna enn einn sumardvalarstaður fyrir starfsmenn L. í. á hinu veður- sæla Fljótsdalshéraði. Sumarið 1977 bauð Hand- elsbanken í Danmörku F.S. L.í. að senda dvalargesti í tvo sumarbústaði bankans á Sjálandi, og var ætlunin að þetta yrði upphaf gagn- kvæmra skipta. Þegar þá um haustið dvöldu tvær fjölskyld- ur ytra, og líkaði Ijómandi vel. Sl. sumar buðu þeir okkur dvöl 4x2 vikur og við þeim gagnkvæmt. Kom í Ijós að 14 starfsmenn L. í. sóttu um dvöl í Danmörku, en enginn frá Handelsbankanum kom hing- að. Fjórum var úthlutað dvöl ytra, og fór sem fyrr að öllum líkaði Ijómandi vel. Stjórn starfsmannafélags- ins vildi gera það sem hægt væri til þess að fá dvalargesti hingað, og ákvað að bjóða frú Kærn (en hún hefir haft milli- göngu um þessi samskipti fyr- ir hönd Handelsbankans) hingað til þess að hún gæti kynnt sér aðstæður, og hvað við höfum hér upp á að bjóða. Frú Kærn þáði boðið og kom hingað ásamt manni sínum 16. nóv. Jóhanna Ottesen (er haft hefur milligöngu f. h. starfsmannafélagsins) tók á móti þeim og sýndi þeim borgina og umhverfi, en stjórn starfsmannafélagsins og Selnefnd fóru með þau að Laugarvatni, Gullfossi og Geysi, og sýndi þeim Selvík. Frú Kærn var mjög ánægð með dvöl sína hér og allar að- stæður í Selvík, og taldi hún að auðvelt mundi að fá starfs- menn Handelsbankans til að koma hér þar sem svo margt er upp á að bjóða. Von okkar er að þessi heim- sókn verði til þess, að áfram- hald geti orðið á gagnkvæm- um skiptum við Handelsbank- en, þar sem komið hefir í Ijós að eftirspurn er mikil og bústaðirnir, sem þeir bjóða okkur dvöl í eru sérlega nota- legir og vel búnir. BANKABLAÐIÐ 27

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.