Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 48
Ný stjórn hjá Sambandi
starfsmanna danskra spari-
sjóða
Verulegar breytingar liafa orðið á
stjórn og starfsmannaliði Sambands
starfsmanni danskra sparisjóða DSfL.
A aukaþingi sambandsins sem haldið
var nú fyrir skömmu gaf núverandi
formaður Bent Rasmussen ekki kost
á sér til endurkjörs og sama var að
segja um 1. og 2. varaformann. í
þeirra stað voru kjörnir Aasbjörn
Tofthöj Olsen formaður, Per Ting-
mann Möller 1. varaformaður og Nina
Ebensen sem 2. varaformaður.
l>á hafa orðið miklar breytingar á
skrifstofu sambandsins og margir sagt
þar upp störfum sfnum, m. a. Keld
Björnskov, framkvæmdastjóri sam-
bandsins.
Knud Christensen gegnir að svo
stöddu störfum framkvæmdastjóra
sambandsins.
Þing SÍB 1979
Skv. lögum SÍB skal halda reglu-
legt þing SÍB annað hvert ár í mars
eða apríl. Endanleg dagsetning þings-
ins hefur ekki enn verið ákveðin en
stefnt verður að þvf að halda þingið
í síðustu viku marsmánaðar 1979.
Hraðskákmót SÍB
3. hraðskákmól SÍB var haldið í
samkontusal IJtvegsbankans þriðju-
daginn 12. des. sl. Hafði hver kepp-
andi 15 mín. á hverja skák. Nánar
verður greint frá úrslitum í næsta
Bankablaði.
Tilkynning um dagpeninga
á ferðalögum innanlands og
erlendis
J. I’að skal vera aðalregla, að kostnað-
ur vegna ferðalaga innanlands á
vegunt banka greiðist eftir reikn-
ingi, enda fylgi fuJlnægjandi frum-
gögn. (Sjá nánar gr. 5.1. í kjara-
samningi).
2. Endurskoðunarnefnd hefur ákveð-
ið dagpeninga skv. gr. 5.2. og 5.6.
f kjarasamningi, fyrir bankamenn
á ferðalögum innanlands og erlend-
is á vegum banka sem hér segir:
Innanlands:
Til kaupa á gistingu
í einn sólarhring ........ kr. 6.200
Til kaupa á fullu fæði .... kr. 6.800
Til kaupa á hálfu fæði .... kr. 3.400
Erlendis:
Til kaupa á gistingu og fæði
í einn sólarhring ..... DM 220
eða jafnvirði þeirra í annarri mynt.
Dagpeningar innanlands gilda frá
og með 1. desember 1978.
Dagpeningar erlendis eru óbreyttir
frá tilkynningu nr. 1/1978.
Reykjavík, 22. nóv. 1978
Endurskoðunarnejnd
Samþykkt Norræna banka-
mannasambandsins
Á fundi Norræna bankamannasam-
bandsins, NBU 8. nóv. sl. sem haldinn
var í Vedbæk, Danmörku, var sam-
þykkt svoltljóðandi ályktun vegna af-
skipta rlkisvaldsins af kjarasamning-
um.
„Það gerist nú í æ ríkara mæli á
Norðurlöndunum að ríkisstjórnir þess-
ara landa takmarka frjálsan sanmings-
rétt stéttarfélaga og atvinnurekenda
nteð því að grípa inn í kjarasamn-
inga með lagasetningu. Þetta hefur
gerst á öllum Norðurlöndunum nema
Svíþjóð.
Á íslandi voru nýlega sett lög um
takmörkun verðbóta santkvæmt kjara-
samningum sem nær til 30% allra
bankastarfsmanna. Á þennan hátt er
breytt þeinr launahlutföllum sem sam-
ið ltafði verið um.
í Noregi hafa verið samþykkt lög
sem banna allar launahækkanir eftir
12. september 1978. Þessi takmörkun
nær til hverskonar launagreiðslna,
bæði samningsbundinna og í formi
yfirborgana.
Stjórn NBU telur að hér sé um
mjög varhugaverða þróun að ræða.
Slíkar aðgerðir stjórnvalda hljóta að
hafa þau áhrif, að möguleikar samn-
ingsaðila, samtaka bankamanna og
bankanna, til þess að hafa eðlileg
áhrif á launa- og kjaramál í samræmi
við þróunina á hverjum stað takmark-
ast verttlega. Stjórn NBU lýsir sig al-
gjörlega andvíga hvers konar aðgerð-
42 BANKABLAÐIÐ