Bankablaðið - 01.12.1979, Page 18
NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI
Nýr framkvæmdastjóri tók við
störfum hjá Sambandi íslenskra
bankamanna hinn 1. september
í haust. Það er Vilhelm G.
Kristinsson, sem undanfarinn
áratug hefur starfað sem frétta-
maður hjá Ríkisútvarpiuu.
Villtelm lauk prófi frá Versl-
unarskóla íslands árið 1967 og
réðst sama ár til Alþýðublaðs-
ins, þar sem hann starfaði sem
blaðamaður í þrjú ár, sfðasta
árið sem fréttastjóri blaðsins.
Hann hóf störf lijá Ríkisút-
varpinu árið 1970 setn frétta-
maður. Vilhelm starfaði eink-
um við innlcndar fréttir, auk
þess sem hann stjórnaði fjölda
þátta f útvarpi og sjónvarpi um
margvíslcg svið þjóðmála. Með-
al verkefna Vilhelms hjá út-
varpinu var að fylgjast með
gerð kjarasamninga f þjóðfélag-
inu.
Vilhelm G. Kristinsson er
kvæntur Ásgerði Ágústsdóttur,
ritara lijá Hæstarétti íslands
og eiga þau fjögur börn. Vil-
helm tók við störfum af Gunn-
ari Eydal.
Um leið og SÍB býður Vil-
hclm velkominn til starfa hjá
sambandinu færum við Gunn-
ari Eydal þakkir fyrir vel unn-
in störf i þágu SÍB undanfarin
ár. —
ÁS.
aðeins að fella burt helming þeirra bókstafa sem rnynda heitið
og stendur þá eftir „Ólög“ og má það heita réttnefni, ef hafður
er í huga kjarasamningur SÍB og bankanna.
Svo vikið sé aftur að þeim svörum sem ég minntist á, er það
eftirtektarvert, að í þeim nálega öllum kemur fram sú skoðun,
að launahækkun í krónutölu sé ekkert sérlega eftirsóknarverð
ein og sér. Lagfæring ýmissa annarra þátta sé jafnvel mikilvæg-
ari. Þó þurfi krónutöluhækkun að vera svo mikil, að fólk lifi
mannsæmandi lífi af því sem eftir verður þegar hið opinbera
hefur tekið sitt.
Frá því 12. október hafa verið nær vikulegir fundir með und-
irnefndum samningsaðila, þar sem kröfugerð SÍB hefur verið
rædd. Þessar umræður hafa að mati SÍB verið mjög þarfar og
gagnlegar. Það er þó augljóst mál að vegna ríkjandi stjórnmála-
ástands verður ekkert sarnið fyrir áramót. Þetta varð í raun
1 jóst í sumar, þegar ASÍ skrifaði undir kjarasamninga sem gilda
til n.k. áramóta, en þeir samningar fólu í sér að ASÍ fékk eins
og aðrir 3% grunnkaupshækkun. Þetta, ásamt öðru, hafði áhrif
á afstöðu bankanna til þriggja prósentanna 1. júlí, en hefðu
þau verið greidd, hefðu bankamenn fengið meiri launahækk-
anir en aðrir launþegar á þessu ári. Það er einnig auðsætt, að
ríkisbankarnir eru stærstir viðsemjenda SIB og heyra beint
undir viðskiptaráðuneytið, og þess vegna er að mínu mati óvit-
urlegt að knýja þá til samninga áður en fyrir liggur stefna
stjórnvalda gagnvart launþegum, t.d. hvernig háttað verður
verðbótum á laun, og hvort sett verða lög sem takmarka grunn-
kaupshækkanir, sett á vísitöluþak o.s.frv. Þegar þetta er skrif-
að er ekki vitað um afstöðu stjórnvalda til þessara atriða, en
það er öllum frjálst að vona hið besta. En við lifum ekki á von-
inni einni saman. Stjórn SÍB liefur að undanförnu einbeitt
sér að því að skýra kröfugerðina fyrir bankanefndinni, og reyna
að ná samkomulagi um öll félagsmálaleg hagsbótaatriði, sem
eru fólgin í henni. Með slíkurn vinnubrögðum, þótt hægt gangi,
ætti lokaspretturinn að verða léttari. Ég þakka bankamönnum
samstarfið á árinu og óska þeirn gleðilegra jóla og farsæls kom-
andi árs. — ÁS.
2 BANKABLAÐIÐ