Bankablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 83

Bankablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 83
starfað hafa í mörgum deildum, e.t.v. tekið einliver sémámskeið og hafa góða almenna menntun að baki. Eðlilegasta viðmiðun um skólagöngu bankamanna er almennt verzlun- arpróf eða sambærileg menntun. Þetta verður nokkuð mikið og þungt nám, fjórar annir í allt, og að magni til jafngilda tveggja ára menntaskólanámi. Til að ná því, verður að leggja mikið heimanám á þátttak- endur og þeir verða að vera sjálfstæðir í nám- inu og vel æfðir námsmenn. Námsefnið er al- mennt viðskiptanám og almennt bankanám, en ekki hagnýtt eða sérliæft nám miðað við ákveðnar deildir, eða ákveðin störf í bönkun- um. Þegar ákveða skyldi námsefnið, þá spurðum við okkur einfaldlega: „Hvað eiga góðir banka- menn að kunna?“, og settum í framhaldi af því upp átta kennslugreinar: 1. bankalögfræði, 2. bankahagfræði, 3. bankarekstur, 4. bankabókhald, 5. tölvufræði, 6. skipulagsfræði, 7. viðskiptaenska, 8. viðskiptastærðfræði. Fjórar hinar fyrsttöldu verða aðalgreinar, og kenndar á öllum önnunum fjórum, en hinar fjórar síðasttöldu verða kenndar á þrem önn- um af fjórum. Alls verða því kenndar sjö grein- ar á hverri önn, hver tvær stundir í viku, eða alls 14 stundir í viku. Prófað verður eftir hverja önn í öllum greinum. Þátttakendur geta annað hvort haldið áfram beint, þ. e. tek- ið annirnar í striklotu og lokið náminu á tveim árum, eða þeir geta tekið sér hlé í milli anna. Fyrsti hópurinn hefur námið upp úr miðj- um janúar og lýkur fyrstu önn í maí, og byrjar svo á annarri önn aftur í september í haust, en þá um leið byrjar nýr hópur á fyrstu önn og þannig koll af kolli. í hverjum hópi verða um 20 þátttakendur. Við höfum sett okkur það sem markmið til að byrja með að geta útskrifað um 100 manns úr þessu námi á næstu þrem árum, og byrjað með tvo hópi á ári, en eftir það mundum við aðeins taka einn hóp á ári. Þetta þýddi að á fjórða misseri verða í gangi samtímis fjórir hópar, þannig að tvær kennslustofux verða í notkun vegna þessa náms, en til viðbótar yrði svo í gangi nýliðanámið og einhver sérnám- skeið. Það er því augljóst mál, að afkastageta skól- ans verður stórum að aukast á næstu misser- um, bæði húsakostur og starfslið, til að geta mætt þessum auknu kröfum. En þar með yrði skólinn væntanlega komin í sína endanlegu stærð, því að þau námsstig sem á eftir mundu koma þyrftu ekki að vera til húsa í skólanum sjálfum nema að litlu leyti. Þriðja, námsstigið, sem kæmi á eftir fram- haldsnáminu, yrði það fámennt og námsefnið þess eðlis, að óhagkvæmt rnundi vera að setja það upp innan vébanda skólans sjálfs. í þess stað væri e.t.v. unnt að ná samkomulagi við æðri skóla, viðskiptaháskóla ef hann væri til, eða þá viðskiptadeild Háskóla íslands, um að bankarnir gætu sent góða námsmenn þangað til náms í þeim greinum sem Bankamanna- skólinn teldi að kæmu bönkunum helst til góða. Flestar greinar á fyrri liluta (tveir vetur) í viðskiptanámi HI eru einmitt almenns eðlis og hefur beint eða óbeint gildi fyrir banka- menn í starfi. Ef komist yrði að slíkum samningi gætu efnilegir bankamenn, sem lokið hafa fram- haldsnáminu, fengið að sitja í kennslustund- um og ganga undir próf í ákveðnum greinum í HÍ, í tvo vetur eða svo, og e.t.v. lokið öllum fyrri hluta viðskiptanámsins. Hugsanlegt væri að til 10 manns mundi vera í slíku námi árlega eftirleiðis á vegum bankanna, 2 til 4 stundir á dag yfir vetrarmánuðina. Eftir slíkt nám mundu menn njóta enn betri kjara og réttinda í banka sínum. Lítið er farið að vinna að skipulagi slíks náms enn, enda mundi það ekki verða sett upp, fyrr en eftir að fyrstu hóparnir hafa geng- ið í gegnum framhaldsnámið. BANKABLAÐIÐ 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.