Bankablaðið - 01.12.1979, Síða 31
STARFIB 1977-1979
Sólon Sigurðsson fráfarandi formaður SÍB flytur skýrslu stjórnar.
Hér fer á eftir tltdráttur úr skýrslu
stjórnar SÍB, fyrir títnabilið Irá 24.
mars 1977 til 5. apríl 1979. Skýrslan
var lögð fram á 31. sambandsþitigi
5. til 6. apríl 1979.
Stjórnarfundir
Á starfstímabilinu liéll stjóruin -13
bókaða funtli, jrar af 9 með formönn-
um starfsmannafélaganna.
Félagatal
Félagsmönnum SÍB fjölgaði allveru-
lega á starfstimabilinu. 1.1. 1977 voru
þcir 1792, en 202-1 hinn 1.1. 1979.
Fjölgunin er 11%. Stökum félögum
fjölgaði úr 23 hinn 1.1. 1977 í 46 hinn
1.1. 1979. — Nýtt félag gekk í samtök-
in 21. mars 1979, Starfsmannafélag
Framkvæmdastofnunar ríkisins.
Skrifstofan
Starfsemi skrifstofu sambandsins var
með svipuðum hætti og fyrr á starfs-
tímabilinu. Starfsmenn voru þau
Gunnar Eydal, framkvæmdasljón, og
Björg Árnadóttir, fulltrúi.
Samningsréttarmál
Lög um kjarasamninga bankamanna
voru samþykkt á Alþingi og staðfest
af forseta íslands 3. maí 1977. Lögun-
um fylgdi ítarlegt samkomulag milli
SÍB og bankanna, alls 17 greinar. Þar
er að finna bæði nánari skýringu og
fyllingu á lögunum svo og fjölmörg
önnur atriði sem varða ganga ntála í
kjaradeilu.
Þó hér sé um að ræða langstærsta
áfanga í réttindamálum bankamanna
frá upphafi samtaka þeirra, má ekki
gleymast, að enn er nokkuð óunnið.
Takmarkið hlýtur að vera fullur og
ótakmarkaður samningsréttur sam-
taka bankamanna, eins og annarra
stéttarfélaga í landinu.
Kjaramál
Kjarasanmingum var sagt upp 31.
mars 1977 með 3ja mánaða fyrirvara
og var þá lögð fram kröfugerð að
nýjum kjarasamningi. Fyrsti fundur
samninganefnda SÍB og bankanna var
haldinn 3. júní. Að nafninu til stóðu
samningaviðræður yfir allt sumarið,
þó oft liði langt á milli funda. Þó
mikið starf væri unnið í undirnefnd-
um, voru bankarnir mjög tregir til að
leggja fram gagntilboð, scm jafnframt
næði yfir launaliði samningsins.
í byrjun september var skipuð verk-
fallsnefnd SÍB og farið að ræða f al-
vöru um verkfallsboðun bankamanna.
Verkfall boðaö
Á fundi stjórnar SÍB, varastjórnar
og formanna starfsmannafélaganna,
sem haldinn var 3. október 1977, var
samþykkt einróma að boða til verk-
falls frá og með 26. október. — Kom
nú nokkur skriður á samningaviðræð-
urnar, án þess þó, að grundvöllur
fengist að nýjum kjarasamningi.
Verkfalli frestað, samningar takast
Á fundi stjórnar, varastjórnar og
formanna starfsmannafélaganna 17.
október var tekin ákvörðun um frest-
un verkfallsaðgerða til 8. nóvember
Forsendur voru meðal annars þær, að
sáttasemjari hefði orðið að leggja
fram sáttatillögu, sem allsherjarat-
kvæðagrciðsla skyldi fara fram um.
Verkfall BSRB stóð yfir, og algjör
óvissa ríkti því varðandi póstsending-
ar, samgöngur o.fl. Því var talið úti-
lokað, að fram gæti farið nauðsyideg
kynning á sáttatillögunni, áður en at-
kvæðagreiðsla færi fram. Þá var á það
bent, að ekki væri enn fullreynt, livort
BANKABLAÐIÐ 15