Bankablaðið - 01.12.1979, Side 32

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 32
samningar mættu takast, án þess að til vcrkfallsaðgerða þyrfti að koma. Eftir að samkomulag hafði náðst í kjaradeilu BSRB og ríkisins skýrðust línurnar að sjálfsögðu verulcga. Loka- sprcttur samningaviðræðna hófst um miðjan dag þann 27. október og stóð sleitulítið til sunnudagskvölds 30. október, en þá náðist samkomulag um meginatriði samninganna. Kynningarfundir Samningarnir voru kynntir rækilega á almennum fundum í einstökum starfsmannafélögum og út um land. Bankamenn mættu mjög vel á fund- ina og komu alls um 840 manns, eða tæplega helmingur allra félagsmanna SÍB. Þessi fundasókn ber ánægjuleg vitni um þann almenna áhuga, sent ríkir meðal bankamanna á kjarasamn- ingunum og gefur góð fyrirheit um starf SÍB og starfsmannafélaganna í framtíðinni. — Kjarasamningurinn var samþykktur í allsherjaratkvæða- greiðslu, sem fór fiam dagana 9. og 10. nóvember 1977. Þróun kjaramála Hinn 4. febrúar 1978 boðaði forsæt- isráðherra SlB til viðræðna. Ráðherra lýsti þeim vanda sem við var að etja 16 BANKABLAÐIÐ í efnahagsmálum og þeim leiðum sem til greina gætu kornið til iausnar. Fulltrúar SÍB lýstu yfir eindreginni andstöðu við hverskonar skerðingu á frjásum samningsrétti stéttarfélaganna. Þrátt fyrir mótmæli SÍB og almenn mótmæli launjregasamtakanna í land- inu lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvarp til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum, þar sem gert var ráð fyrir verulegri skerðingu á vísitölu- ákvæðum kjarasamninga og jafnframt var lagt til að vísitölugrundvellinum sjálfum yrði gjörbreytt launþegum í óhag. A formannafundi SÍB hinn 22. febr- úar var gerð ítarleg ályktun um þróun kjaramála og í framlialdi af henni tók SÍB upp samvinnu við önnur laun- Jregasamtök og áttu 2 fulltrúar SÍB sæti í nefnd sem skipuð var fulltrúum ASÍ, BSRB, FFSÍ og BHM. Nefnd þessi gaf m.a. út dreifibréf sem dreift var til flestra launþega í landinu þar sem gerð var grein fyrir kjaraskerð- ingunni og reynt var að ná samstöðu um mótmælaaðgerðir. Niðurstaðan varð sú, að skora á félagsmenn að leggja niður vinnu 1. og 2. mars í mót- mælaskyni við lögin, en SÍB stóð ekki að þeirri samþykkt, þar sem stjórn SÍB stæði ekki að hvatningu til Jiátt- töku í ólöglegum verkfallsaðgerðum. SÍB stóð hins vegar að framangreindu dreifibréfi sem dreift var til flestra Iaunjiega í landinu. í framhaldi af lagasetningunni krafðist SÍB endurskoðunar á kaup- liðum kjarasamninganna. Sú endur- skoðun reyndist árangurslaus. Eftir að ný rfkisstjórn liafði verið mynduð haustið 1978 voru gefin út bráðabirgðalög um kjaramál og sam- kvæmt þeim tók vísitala kjarasamn- inga gildi á ný, þó með þeirri veiga- miklu breytingu, að ,,Jiak“ var sett á vísitöluna miðað við iaun sem hærri voru en 233 þúsund, miðað við 1. sept- ember. Sama krónutala var greidd í vfsitölubætur á Iaun þar fyrir ofan. í yfirlýsingu SÍB til ríkisstjórnar- innar var því í sjálfu sér fagnað að „kjaraskerðingarlögin" svonefndu hefðu verið numin úr gildi, en því mótmælt að vísitalan skyldi ekki taka gildi að fullu. í framhaldi af lagasetningunni ákvað ríkisstjórnin að skipa nefnd til þess að endurskoða grundvöll vísitöl- unnar. í nefndina voru skipaðir full- trúar allra heildarsamtaka í landinu nema Sambands íslenskra banka- manna. Stjórn SÍB sendi ríkisstjórn- inni harðorð mótmæli vegna skipunar nefndarinnar og krafðist þess að fá þar fulltrúa. Á fundi fulltrúa SÍB með forsætisráðherra kom fram að ríkisstjórnin teldi sér ekki fært að verða við þessari kröfu SÍB. Enn lögðu stjórnvöld til atlögu hinn 1. desember 1978, þá voru samþykkt lög um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, sem m.a. fólti í sér að aðeins voru greiddar 6.12% verðbætur á laun f stað rúmlega 14% samkvæmt kjarasamningum. Þessu mótmælti stjórn SÍB með rökstuddri ályktun. Fulltrúar SÍB sátu fjölmarga fundi til að fylgjast með frainvindu mála lijá BSRB og BHM vegna vísitölu- Jiaksins. Bankamálaráðherra og félagsmála- ráðherra boðuðu fulltrúa SÍB til fund- ar þann 23. mars um hugsanlega frestun á útborgun 3% áfangahækk- unar meðan reynt yrði að ná samn-

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.