Bankablaðið - 01.12.1979, Side 38

Bankablaðið - 01.12.1979, Side 38
Reglugerð um kjaradeilusjöð SÍB 1. gr. Sjóðurinn heitir Kjaradeilusjóður og er eign Sambands ísl. banka- manna. 2. gr. Tilgangur sjóðsins er: 1. Að bæta félagsmönnum SÍB eftir því sem við verður komið á hverjum tíma tekjutap vegna kjaradeilna SÍB við atvinnurekendur. 2. Heimilt er að greiða kostnað tengdan kjaradeilum, svo sem verk- fallsvörslu. 3. gr. Stjórn SÍB ákveður gjald þetta af innkomnum félagsgjöldum. 4. gr. Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum. Þeir skulu kosnir á þingi SÍB og með sama hætti og stjórnarmenn. Þá skulu einnig kosnir tveir varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn sjóðs- ins annast vörslu hans og ávöxtun í samráði við stjórn SÍB. 5. gr. Stjórn sjóðsins tekur allar ákvarðanir um greiðslur úr sjóðnum. Meiri háttar ákvarðanir skulu þó teknar í samráði við stjórn SÍB. 6. gr. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðendum SÍB og birtir með reikningum sambandsins. 7. gr. Rétt til framlags úr sjóðnum á hver aðalfélagi í SÍB sem ekki skuldar félagsgjald til sambandsins. 8. gr. Stjórn sjóðsins skal halda gerðarbók yfir framlög úr sjóðnum. 9. gr. Allur ágreiningur út af greiðslum eða meðferð sjóðsins skal borin undir stjórn Sambands ísl. bankamanna. Úrskurði stjórnar er hægt að áfrýja til næsta þings eða aukaþings SÍB. 10. gr. Verði sjóður þessi lagður niður ráðstafar þing SÍB eigum hans. 11. gr. Reglum þessum má aðeins breyta á þingi Sambands ísl. banka- manna. Stjórn sjóðsins skipa: Svavar Ármannsson, Hulda Ottesen og Pálmi Gíslason. 22 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.