Bankablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 49
Þorsteinn Magnússon, skólastjórf:
Gera þarf stórátak
í fræðslumálum
í erindi sínu á ráðstefnunni fjallaði Þor-
steinn Magnússon, skólastjóri Bankamanna-
skólans, meðal annars um tilgang með kennslu
í tölvufræðum í almennum skólum, þörf á
þekkingu um tölvutækni, efnisinntak kennslu-
greina í tölvufræðum, flokkun bankamanna
eftir kröfurn til þekkingar í tölvufræðum og
vék síðan að hugsanlegum námskeiðum á veg-
um bankanna. Þorsteinn komst að eftirfarandi
niðurstöðum í erindi sínu:
6) Bankamannaskólinn þarf stöðugt að starf-
rækja námskeið fyrir bankamenn, jr.e. almenn
kynningarnámskeið, 25 stundir, framhalds-
námskeið í 50 stundir og sérnámskeið fyrir ein-
stök verkefni, svo sem tékka og víxla.
7) Öll sérfræðimenntun hlýtur að fara frarn
annars staðar en í Bankamannaskólanum.
1) Gera þarf stórátak í fræðslumálum á sviði
tölvuvæðingar bankanna, til að firra vandræð-
nrn, draga úr skyssum, þjóna viðskiptavinum
betur og til að draga úr þörf fyrir nýtt starfs-
fólk. Ennfremnr til að starfsmenn öðlist meiri
ánægjn af störfum sínum og loks til að auð-
velda frekari tölvuvæðingu.
2) Áður en verkefni deilda eru tekin til
tölvuvinnslu, þarf að halda stutt kynningar-
námskeið, um það bil 25 klukkustundir, fyrir
allt starfsfólkið.
3) Þegar tölvuvinnslan hefst jrarf að halda
aftur stutt námskeið fyrir starfsfólkið, þar sem
það fær fræðsln um lausn verkefnisins í tölv-
unni.
4) Deildarstjórar og fulltrúar deilda, sem
síðar verða tölvuvæddar þurfa að fara á sérstök
námskeið ætluð stjórnendum. Þegar tölvuvæð-
ingu er lokið, þurfa þeir einnig að fara á sér-
stök námskeið um þau ákveðnu verkefni.
5) Gagnaskráningarfólk, og aðrir sem vinna
í nánum tengslum við tölvuna þurfa að fara á
almenn námskeið um það leyti sem þeir hefja
störf. Þeir sem eldri eru ættu einnig að eiga
kost á fræðslu.
Hvflá um okrur ?
BANKABLAÐIÐ 33