Bankablaðið - 01.12.1979, Síða 50
Stefna NBU í tœkni
og vinnuumhverfismálum
Stjórn Norræna bankamannasambandsins
samþykkti stefnu NBU varðandi tækniþró-
un, vinnuumhverfi og öryggi á vinnustað,
á fundi sínum í Helgsingfors 14. febr. Ákvörð-
unin giundvallast á þeim umræðum, sem fóru
fram á NBU-þinginu í Reykjavík í fyrrahaust.
Afstaða NBU til nýrrar tækniþróunar og
vinnuhagræðingar er í grundvallaratriðum já-
kvæð, en bendir urn leið á, að tæknilegar
breytingar hafa í för með sér bæði neikvæðar
og jákvæðar afleiðingar fyrir starfsfólkið.
Tæknivæðingin hefur hingað til átt sér stað
án áhrifa starfsfólksins.
NBU leggur áherslu á að tækniþróun at-
vinnulífsins er ekki einungis tæknilegt atriði,
heldur ber þar einnig að taka tillit til atvinnu-
möguleika starfsfólksins, vinnuöryggis, vinnu-
umliverfis og vinnuaðstöðu yfirleitt.
NBU fer þess á leit við aðildarsamtökin að
bera fram eftirfarandi sex kröfur varðandi
notknn nýrrar tækni:
Starfsfólkinu verði tryggður réttur til með-
ákvörðunar þegar í upphafi hugmynda- og
áætlanagerðar, með samningum, og að starfs-
fólkið eigi sína fulltrúa þar, sem ákvarðanir
eru teknar um þessi mál, sem og í öllum nefnd-
um, sem um þessi mál fjalla.
Taka ber mikið tillit til sjónarmiða starfs-
fólksins jregar um er að ræða skoðanir á at-
vinnumálum, vinnuumhverfi og vinnuskilyrð-
um. Ef að hagsmunir starfsfólksins eru bomir
fyrir borð í þessum málum, ber að athuga
rétt á neitunarvaldi.
Starfsfólkinu ber að veita greinargóðar upp-
lýsingar um þróun mála við breytingar strax
frá upphafi, og á skiljanlegu máli.
Starfsfólkinu sé heimilt að leita sér aðstoðar
út fyrir fyrirtækið, til sérfræðinga og annarra
ráðgjafa.
Tryggja ber starfsfólkinu áframhaldandi at-
vinnu, fullnægingu í starfi og endurmenntun
og aðra starfsmenntun eftir þörfum með tilliti
til nýrra verkefna.
Tryggja ber virðingu fyrir viðkomandi ein-
staklingum |>egar tölvustýrðu eftirliti er kom-
ið á.
Hvernig verður umhverfið betra?
í stefnuskrá NBU um vinnuumhverfi og ör-
yggi í bönkum segir að NBU-samtökunum
beri að vinna náið saman til jæss að jrróa
vinnuumhverfi í bankastarfsgreinum eftir jrví
sem unnt er. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir að
skiptast á upplýsingum og reynslu, en frum-
kvæði að rannsóknum á jressu sviði geta einn-
ig komið til greina. Til þess að ná settu marki
verður að koma á auknum meðákvörðunar-
rétti starfsfólksins. Andlegt og efnislegt vinnu-
umhverfi starfsfólksins er jrví svo mikilvægt,
að allar ákvarðanir um breytingar Jrar á ber að
taka í samvinnu við starfsfólkið af hálfu fyrir-
tækisins.
Til þess að hægt verði að koma á betra
vinnuumhverfi í banka, þá fer NBU þess á
leit við aðildarsamtökin að settar verði frarn
kröfur um:
— Að starfsfólkið njóti jæss öryggis á vinnu-
stað, sem hverju sinni sé í samræmi við
tæknilega- og félagslega þróun Jijóðfélags-
ins.
34 BANKABLAÐIÐ