Bankablaðið - 01.12.1979, Page 54

Bankablaðið - 01.12.1979, Page 54
minning Carl Platou framkvæmdastjóri norska banka- mannasambandsins andaðist 4. febrúar síðast- liðinn. Carl Platou framkvæmdastjóri norska banka- aði málfærslustörf í Osló framan af ævi. Þegar Sigurd Maurud lézt, var Carl ráðinn í bans stað. Þó að hann hefði fram að þeim tíma ekki haft kynni af skipulagsmálum bankamanna, breyttist margt á þeim 17 árum, sem liðin eru síðan. Skipulagsmál bankamanna voru honum ekki framandi lengur. Carl hætti málflutningi nema fyrir þau samtök, sem hann helgaði líf sitt og starf, NBF. Þar náði hann líka þeim árangri, sem rómaður er af þeim, sem til þekkja. Carl Platou var ekki aðeins driffjöðrin í starfi norskra bankamanna, heldur einnig innan heildarsamtaka bankamanna á Norður- löndum NBU. Er því skarð fyrir skildi, þegar ekki verður lengur leitað til hans um forystu og ráðleggingar. Að leiðarlokum vil ég þakka Carl Platou margháttaða vinsemd, sem hann sýndi íslenzk- um bankamönnum í löngu samstarfi. Hann markaði djúp spor bæði meðal norskra og norrænna bankamanna, og þau spor voru öll gæfuspor. Samúðarkveðju sendi ég ekkju lians og fjöl- skyldu. Hannes Pálsson. Carl Platou framkv.stj. NBF 38 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.