Bankablaðið - 01.12.1979, Síða 55
Ole Bratland andaðist í júní síðastliðinn. Hann
var alla ævi viðriðinn félagsmál bankamanna
af einhverju tagi. Árið 1946 var hann kosinn í
stjórn félags bankamanna í Bergen. Síðar var
hann kosinn í stjórn NBF og átti sæti þar í 12
ár. Hann var formaður NBF í fjögur ár. Þau
ár átti hann einnig sæti í stjórn norræna
bankamannasambandsins NBU.
Ole var ótrauður baráttumaður fyrir stétt
sína, og hans verður minnzt í Noregi fyrir það
m.a., að koma á laugardagslokun.
Ég hitti Ole Bratland fyrst árið 1951 í Berg-
en. Þá daga, sem ég dvaldist þar, naut ég leið-
sagnar hans, en Ole var fæddur í Bergen og
þar bjó hann og Starfaði alla tíð. Hann var
ólíkur þeirri ímynd, sem menn gera sér yfir-
leitt af Norðmönnum. Hann var dökkur eins
og Suðurlandabúi, ör í fasi og hvikur í hreyl-
ingum. Ole var mjög fróður maður, og því var
gaman að njóta leiðsagnar hans þessa sólskins-
daga í Bergen. Hann fræddi mig um Hansa-
kaupmenn, sýndi mér vegsunnnerki frá þeirra
tíð, sagði mér frá samskiptum Norðmanna og
íslendinga, meðan þau voru náin og skip
sigldu regiulega milli Bergen og Reykjavíkur.
Ole Bratland
Hann sagði mér einnig frá allmörgum íslend-
ingum, sem höfðu setzt að í Bergen á þessu
tímabili, og voru, þegar hér var komið sögu,
flestir orðnir rosknir, en hann þekkti suma
þeirra. Eitt var það, sem Ole saknaði, en það
voru rjúpur, sem voru árlega fluttar út til Nor-
egs, meðan Lyra og Nora voru enn í föruin.
Ole Bratland var mikill stuðningsmaður
okkar í þorskastríðinu og mikill íslandsvinur
ylirleitt. Hér eiguaðst hann einnig allmarga
vini í sambandi við norræna samstarf og heim-
sóknir sínar hingað til lands.
Ég þakka þér Ole Bratland samfylgdina og
kveð þig með þökk fyrir langa vináttu.
Hannes Pálsson.
BANKABLAÐIÐ 39