Bankablaðið - 01.12.1979, Side 56
NORRÆNIR RANKAMENN
RÆDA LAUNÞEGASJðDI
Norræna bankamannasambandið, NBU,
stóð fyrir ráðstefnu í Vedbæk í Danmörku
dagana 6.-8. nóvember 1978, um efnahagslegt
lýðræði. 30 fulltrúar frá NBU-samtökunum
tóku þátt í ráðstefnunni.
Bæði stjórnmálaflokkar og verkalýðslneyf-
ingin í Danmörku og Svíþjóð hafa á síðari ár-
um mikið rætt um mismunandi fyrirkomulag
á efnahagslegu lýðræði, en hugtakið er hlut-
fallslega nýtt af nálinni á hinum Norðurlönd-
unum. Tilgangur ráðstefnunnar var því ekki
að skapa sameiginlega norræna afstöðu til
málsins, heldur til þess að skiptast á skoðunum
og fenginni reynslu á þessu sviði.
Formaður DBL, Birte Roll Holm og aðal-
umboðsmaður SBmf, Lennart Lundgren, opn-
uðu ráðstefnuna með Jiví að skýra frá pólitísk-
um- og verkalýðslegum forsendum fyrir tillög-
unni um efnahagslegt lýðræði og launþega-
sjóði. Einnig gerðu þau grein fyrir afstöðu
sinna eigin samtaka og starfi þeirra að Jjessu
máli. Varaformaður DBL, Jörgen Clausen,
kynnti mismunandi hugmyndir um sjóðafyrir-
komulag, sem ræddar hafa verið í Danmörku.
Fyrsti varaformaður SBmf', Kaj Ytterskog, sagði
frá Jdví ágóðafyrirkomulagi, svokölluðu „ágóða-
hlutafyrirkomulagi", sem komið hefur verið á
fót hjá Handelsbanken og S-E-banken. Bland-
aður vinnuhópar ræddu síðan ákveðin mál-
efni í smáatriðum.
Danslia alþýðusambandið (LO) varð fyrsl
Það var í Danmörku, sem fyrst var farið að
ræða Jjessi mál. Danska aljDýðusambandið sam-
þykkti lieildarstefnu um efnahagslegt lýðræði
á þingi sínu 1971. Tveimur árum síðar lagði
Jan-Erik Lidström, framkvœmdastjóri NBU.
danski jafnaðarmannaflokkurinn Jjessa sam-
Jnykkt aljjýðusambandsins sem lagafrumvarp í
danska þinginu. Þar er lagt til að komið verði
á heildarsjóðafyrirkomulagi, og Jjangað eiga
allir danskir atvinnurekendur að greiða hálft
prósent af öllum launum. Þetta hlutfall hækk-
ar síðan um hálft prósentustig á ári, þangað til
það nær 5 af hundraði. Stefnt er að Jjví að Jjessi
sjóður nemi 50 af hundraði af öllu hlutafé í
dönsku atvinnulífi.
Þessi tillaga mætti harðri andstöðu. Borgara-
flokkarnir voru sannnála um að berjast gegn
jjessari tillögu. Jaliiaðarmenn skorti meiri-
hluta á þingi og kusu frekar að draga hana
óbreitta til baka, en láta fara fram atkvæða-
gxeiðslu um málið.
I tilraun til Jjess að komast áfram í málinu,
40 BANKABLAÐIÐ