Bankablaðið - 01.12.1979, Page 57
setti ríkisstjórnin á laggirnar nefnd, með full-
trúum atvinnurekenda og launafólks í einka-
og opinberum atvinnurekstri. Ætlunin er að
nefndin leg'gi fram tillögur til grundvallar
væntanlegum samningaviðræðum í Danmörku.
Það er þó vafamál hvort nefndin muni skila
vinnu sinni í tæka tíð.
Sœnska alþýðusambandið (LO) varð líka fyrst
i Sviþjóð
Umræðan um þessi mál í Svíþjóð hófst fyrir
alvöru 1976, þegarskýrsla Rudolfs Meidner um
lauþegasjóðinn var afhent aljrýðusambands-
þingi. Einnig var skýrsla atvinnulífsins um
þessi mál birt sama ár og skýrsla TCO-jringsius
lá fyrir um 1 aunJdegaíjármagn. Málið var einn-
ig tekið fyrir í kosningabaráttunni fyrir þing-
kosningarnar 1976, án Jress að stjórnmála-
flokkamir tækju beina afstöðu til málsins.
Sama ár — 1976 — var opinber athugun á mál-
inu hafin. Það var jDjóðflokkurinn (folkpart-
iet), sem stóð fyrir henni innan ríkisstjórn-
arinnar, en ætlunin var að athuga einhvers
konar ágóðahlutafyrirkomulag. Verkefnið óx,
og náði að lokum til alls þess, sem við var átt
í sambandi við launjregasjóðina.
Það var því aljrýðusambandið, alveg eins og
í Danmörku, sem fyrst átti frumkvæðið að Jæss-
ari umræðu um launjregasjóðina í Svíþjóð. Al-
þýðusambandið hefur frá upphafi lagt ríka
áherslu á aukin áhrif launþega á sjálfa auð-
magnsmyndunina. Einnig hefur verið reynt að
korna á sjóðafyrirkomulagi til stuðnings við
jafnlaunastefnuna. Alþýðusambandið hefur
lagt á það áherslu, að ekki sé hægt að vinna
að aukinni fjármagnsmyndun með sjóða-
fyrirkomulagi, heldur verði áhrif verkalýðs-
lireyfingarinnar að aukast með ágóðaskiptingu
og fjársöfnunarfyrirkomulagi á samvinnu-
grundvelli.
Litil umrœða i Finnlandi
Umræða um launþegasjóði hefnr hingað til
verið mjög lítil í Finnlandi. Flokkur jafnaðar-
manna samjrykkti langtímaáætlun í málinu á
flokksþingi s.l. sumar, Jrar sem stefnt er að
könnun á málinu. Takmarkið er að einhvers
konar efnahagslegu lýðræði verði komið á í
upphafi næsta áratugs. Af heildarsamtökum
launþega eru starfsmannasamtökin TOC kom-
in lengst í þessu máli. Á sambandsjringi í júní
var sambandsstjóminni falið að vinna að þró-
un málsins á næsta milliþingatímabili. Mál-
gögn finnska vinnumarkaðarins hafa verið
mjög andsnúin hugmyndinni um launjrega-
sjóði.
I Noregi hefur aljrýðusambandið rætt tillögu
um „láglaunasjóð“, en hugmyndin er að fyrir-
tæki, sem ganga vel, greiði fé í þennan sjóð, til
stuðnings fyrirtækjum, sem ekki hafa getað
leyst láglaunavandamál sín. Nokkur sterk
sambönd innan norska alþýðusambandsins
hafa hafnað þessari hugmynd.
Bankamannasamtökin og efnahagslegt lýðrœði
Af norrænum bankamannasamtökum Jrá eru
Jrað bæði dönsku og sænsku SBmf, sem liafa
rætt þessi mál að einhverju leyti. Bæði DBL
og DSfl hafa tekið málið fyrir á ýmsurn full-
trúaþingum og ráðstefnum allt frá árinu 1976.
DBL hefur útbúið áætlun, sem ætlunin er að
nái til allra, sem starfa innan danska banka-
kerfisins, en þessi áætlun er um stofnun sjóða
fyrir bankamenn. Ætlunin er að bankar í
einkaeigu greiði ákveðið hundraðshlutfall af
ágóða sínum í þessa sjóði. Hlutafé á í grund-
vallaratriðum að fjárfesta í hlutabréfum einka-
bankanna. Þessar tillögur eru eins og er til
umræðu innan DBL.
Hvorki DBL né DSfl hafa enn tekið endan-
lega afstöðu til þess hvemig efnahagslegu lýð-
ræði verði best komið á. En báðir aðildar hafa
lýst yfir Jrví, að ef félagsmennirnir eigi enn um
sinn að sætta sig við óbreytta kaupgetu — eins
og gerðist árin 1975 og 1977 — Jrá verður að
koma til móts við kröfumar um aukið efna-
hagslegt lýðræði með einhverju móti við gerð
næstu kjarasamninga.
Launþegasjóðir og dgóðahlutakerfi
Umræðan fór af stað innan SBmf í tengslum
við sambandsþingið 1977. Þingið fól sambands-
BANKABLAÐIÐ 41