Bankablaðið - 01.12.1979, Side 63
sumarbúðamál félagsins.
Mörg önnur mál voru rædd
þennan dag, en kl. 17.00 var
fundi frestað til næsta dags,
en um kvöldið bauð Lands-
bankinn öllum fundarmönnum
til kvöldverðar.
Um kl. 10.00 næsta dag, var
fundi framhaldið, en þá voru
aðallega á dagskrá ýmisleg
mál sem trúnaðarmenn höfðu
hug á að ræða, en þau reynd-
ust vera fjöldamörg. M. a. var
rætt um uppbyggingu þessara
funda í framtíðinni, samskipti
trúnaðarmanna við yfirmenn
og sú aðstaða sem trúnaðar-
menn hafa á vinnustað til að
sinna viðtölum og öðrum mál-
um er þeir þurfa að leysa af
hendi. í lok fundarins spurði
Jóhanna Ottesen hvort starf
trúnaðarmanna væri mikið og
hvað þeir gerðu til að kynna
starf SÍB. Starf trúnaðar-
manna töldu þeir fyrst og
fremst ánægjulegt og kynn-
ingarstarfið helst vera fólgið
í því að hengja upp auglýsing-
ar og hvetja fólk til að sækja
fundi.
Þessum fundi var síðan slit-
ið um hádegið en eftir hádegi
fór fundarfólkið með rútu í
Þórðarstaðaskóg til að skoða
sumarhúsin sem er verið að
byggja þar fyrir Landsbanka-
fólk, en nánar er sagt frá
þessum framkvæmdum síðar í
þessum fréttapistli. Eftir að
menn höfðu skoðað húsin,
fengið kók og samloku, var
haldið áfram og ferðinni nú
heitið til Húsavíkur. Er þangað
kom var farið í útibú Lands-
bankans þar á staðnum, og
gengið þar um sali og aðrar
vistarverur, sem allar bera
vott um snyrtimennsku útibú-
bústjórans, Sigurðar P.
Björnssonar og hans starfs-
fólks. Eftir að útibúið hafði
verið skoðað, var haldið til
hótelsins, þar sem snæddur
var kvöldverður með starfs-
fólki útibúsins, og síðan var
farið á ball þar sem Gautarnir
frá Siglufirði spiluðu fyrir
dansi, en það var nokkurs
konar lokapunktur á þessum
öðrum trúnaðarmannaráðs-
fundi sem F.S.L.Í. heldur, og
þeim fyrsta úti á landsbyggð-
inni. Hafi Gunnar Sólnes og
hans menn þökk fyrir undir-
búninginn að þessum fundi.
Frá sumarbúðunum
Síðastliðið sumar voru sum-
arhúsin fullnýtt frá 18. maí allt
til septemberloka, og komust
færri að en vildu, sem sýnir
að sífellt verður örðugra að
úthluta sumardvöl til starfs-
manna bankans, sem ættu þó
allir að hafa sama rétt til dval-
ar. Með húsunum fimm sem
nú eru að verða tilbúin í Þórð-
arstaðaskógi í Fnjóskadal, er
von til að fleiri komist að en
síðastliðið sumar, en þó vant-
ar mikið á að hlutfallið haldist
milli húsafjölda, og fjölda
starfsmanna, ef miðað er við
það sem var fyrir 13 árum
þegar fyrstu húsin voru reyst.
Upphafleg áætlun um bygg-
ingu húsanna í Þórðarstaða-
skógi, gerði ráð fyrir að hægt
væri að taka þau í notkun í
ágústmánuði, en vorharðindi,
verkföll og seinkun af hálfu
verktaka, eru orsakir þessara
tafa, en nú eru risin vegleg
hús í undurfögru skóglendi,
sem verða fullbúin að vori
til notkunar fyrir starfsmenn
bankans. Eins og á fyrra ári
bauð Handelsbanken í Dan-
mörku okkur að senda dval-
argesti í tvo sumarbústaði
á Sjálandi í sumar, tvisvar
sinnum tvær vikur á hvor-
um stað. Héðan fóru fjór-
Orlofshús FSLÍ sem verið er að Ijúka smíði á i Þórðarstaðaskógi i Fnjóskadal.
BANKABLAÐIÐ 47