Bankablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 66
mikla snerpu í hraðskák-
keppnum, og engir sótt gull í
greipar þeirra. Enda fór svo
að þeir urðu okkur yfirsterk-
ari, hlutu 105 vinninga gegn
64.
Næst á dagskrá var skák-
keppni stofnana, og það var
ekki beinlínis uppörvandi að
setjast niður gegn Lands-
spítalalæknum í fyrstu um-
ferð. En nú urðu vinningstöl-
ur öllu ánægjulegri, því
Landsbankinn sigraði með
3V2 vinning gegn Vz. Langt
fram eftir stofnanakeppninni,
eða allt fram í 5. umferð var
Landsbankinn í 1. sæti. Það
var ekki fyrr en síðasta kvöld-
ið sem sveitin varð að hliðra
til fyrir Útvegsbankamönnum,
sem hrepptu 1. sætið með
191/2 vinning af 28 möguleg-
um. í 2. sæti varð Fjölbrautar-
skóli Breiðholts með 181/2
vinning og Landsbankinn varð
í 3. sæti með 17 vinninga. í A-
sveit Landsbankans tefldu:
Jóhann Örn Sigurjónsson,
Sólmundur Kristjánsson, Vil-
hjálmur Þór Pálsson, Gunnar
Antonsson, og varamaður var
Helgi Guðmundsson.
Nú var röðin komin að meist-
aramóti Landsbankans, og
tefldu þar 10 keppendur. Röð
efstu manna varð þessi:
1. Jóhann Ö. Sigurjónsson
17 v.
2. Vilhjálmur Þ. Pálsson
151/2 v.
3. -4. Gunnar Antonsson,
121/2 v.
Þetta var jafnframt síðasta
mót vetrarins og skákmenn-
irnir tóku sér gott frí yfir sum-
armánuðina. Vetrarstarfsemin
er hafin að fullum krafti og
ber helst að geta 8 borða
keppni gegn Búnaðarbankan-
um, sem tapaðist 581/2:691/2
og enn á ný urðu doktorarnir
okkur yfirsterkari í harðskák-
inni .sigruðu með 561/2 gegn
431/2. Enn bráðum kemurbetri
tíð . . .
Frá Starfsmannafélagi
Útvegsbankans
Jólatrésskemmtun fyrir börn
og barnabörn Útvegsbanka-
starfsfólks var haldin fimmtu-
daginn 28. desember 1978 og
var fjölmenn og mikil ánægju-
stund, undir stjórn Adólfs
Björnssonar.
Hinn 1. janúar var haldinn
nýjársfagnaður, fjölmennt var
að vanda og gamalt ár hvatt
og nýju fagnað við mikinn
gleðskap.
Aðalfundur starfsmannafé-
lagsins var haldinn 26. febrú-
ar 1979. Fundarstjóri Guð-
mundur Gíslason og fundarrit-
arar Hallfríður Skúladóttir og
Hrefna Sigurðardóttir.
Formaður greindi frá störf-
um stjórnar og gjaldkeri las
upp reikninga félagsins.
í stjórn voru kjörnir og
verkaskipting ákveðin þannig:
Jóhannes Magnússon, form.
Guðmundur Eiríksson, v.form.
Karl H. Sigurðsson, gjaldkeri,
Eyjólfur Halldórsson, ritari,
Hinrik Greipsson, meðstjórn.
Opnunarmálið hefur tekið
töluverðan tíma hjá stjórninni
þó lítið hafi fengist áorkað í
þeim efnum.
Skoðanakönnun var gerð
meðal starfsfólks eftir að hinn
nýi opnunartími var ákveðinn
og kom þar í Ijós að hjá tölu-
verðum fjölda starfsfólks hef-
ur þessi breyting haft í för
með sér aukið álag á vinnu
þess. Málið er frá sjónarmiði
stjórnar ennþá óútkljáð.
Bingó-kvöld var haldið laug-
ardaginn 21. apríl. Fjölmennt
var og margt góðra vinninga,
og átti Adolf Björnsson þar
allan heiður af og naut hann
aðstoðar margra góðra
manna og kvenna. Ágóði allur
af skemmtuninni rann til
styrktar- og sjúkrasjóðs fé-
lagsins.
Golfkeppni var haldin bæði
vor og haust á hinum geysi-
vinsæla golfvelli félagsins í
Lækjarbotnum. Þátttakendur
voru margir og er greinilegt
að margt efnilegra kylfinga
leynist meðal Útvegsbanka-
starfsfóiks.
Sumarbúðamál félagsins
eru í miklum blóma og bættist
starfsmannafélaginu nýr sum-
arbústaður á lllugastöðum í
Fnjóskadal, sem bankinn
keypti á móti Iðnaðarbankan-
um og njótum við hans til
jafns við Iðnaðarbankastarfs-
fólk. Þá fær starfsmannafélag-
ið afnot af íbúð Útvegsbank-
ans á Akureyri. Mikil eftir-
spurn var eftir dvöl í sumar-
bústöðum félagsins í ár og
þurfti að synja fjölda um-
sókna.
íþróttir hafa verið með mikl-
um blóma og hafa verið stöð-
50 BANKABLAÐIÐ