Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 2

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 2
2 Forystugrein Kjaramálin Góðir félagar. Nú hafa flest verkalýðsfélög í landinu gert kjarasamninga við vinnuveitendur sína. Eins og menn rekur minni til, voru það félagar í ASÍ, sem riðu á vaðið og gerðu samning við Vinnuveitendasamband Islands. Kom samningur sá öllum á óvart og gekk þvert á þær samningshugmyndir, sem samninganefnd SIB hafði haft til lausnar kjaradeilu okkar. Hugmyndir bankanna höfðu verið þær, að gera skammtímasamning frá 1. september til 1. mars með það í huga fyrst og fremst, að koma okkur aftur fyrir stóru verkalýðsfélögin og iýstu því yfir mjög eindregið, að samningur af þeirra hálfu til lengri tíma kæmi ekki til greina og hvöttu því til stutts samnings, sem við síðan féllumst á. Slíkur samningur náði þó ekki fram að ganga þar sem ágreiningur var um hvað hann átti að innihalda, en auk prósentuhækkunar gerðum við kröfu til laugardaga út úr orlofi eða breytinga á starfsheitum í launaflokkum svo og breytinga á starfsaldurshækkunum. Við boðuðum því til verkfalls og féllu samningaviðræður þá niður, en unnið var að gerð sáttatillögu með sáttanefnd. Viðræður hófust ekki aftur fyrr en að lokinni talningu í atkvæðagreiðslunni um sáttatillöguna. Þetta er í annað skiptið sem sáttatillagan hefur verið lögð fram í kjaradeilu okkar, í bæði skiptin höfum við fellt hana, en eytt í hana mjög löngum u'ma og eiginlegar samningaviðræður þá legið niðri á meðan. Eg tel að ákvæði það í lögum okkar, sem leggur skyldu á sáttanefnd um að leggja fram sáttatillögu áður en til boðaðs verkfalls kemur, eigi ekki Iengur rétt á sér, og stefna beri að því að fá það fellt niður. Eftir að ASI hafði samið og SÍB fellt sáttatillöguna, töldu bankarnir sig getað gengið til samninga við okkur, en þá eftir forskrift frá fjármálaráðu- neytinu, um að sá samningur mætú ekki hljóða á meira en 3,25% hækkun frá 1. nóvember. Samkvæmt sömu forskrift máttu láglaunabæturnar hjá ASI ekki koma okkur til góða og nú yrði samninganefnd bankanna að spjara sig til að fjármálaráðuneytið gæti vísað í okkar samninga, þegar gerður yrði samningur við BSRB. Fram að þessum tíma og oft áður hafði sainninganefnd bankanna klifað á því, að við skyldum róleg bíða eftir að aðrir semdu, því þá myndum við fá þá heildarprósentu sem önnur stéttarfélög semdu um. En það stóðst ekki og það sem fram náðist var 3,25% launahækkun frá 1. sept. Það er því Ijóst að fyrirmæli fjármálaráðuneytisins hafa annað hvort farið öfugt í samninganefnd bankanna eða ráðuneytið hefur aldrei ædað sér að gera eins samning við BSRB og bankarnir við okkur. Alla vega verður ekki betur séð, þegar samningur BSRB er skoðaður, en lengra sé gengið þar en í okkar sainningi og á þar e.t.v. meira eftir að bætast við þegar sérkjarasamn- ingar verða gerðir. Með því verður nú fylgst. Þessi tvískinnungur er óþolandi og svo mikil afskipti fjármálaráðuneytisins við gerð kjarasamninga milli okkar og bankanna verður að telja óeðlileg. Bankarnir verða að fá að vera í friði með að semja við starfsmenn sína hvort heldur um beinar launahækkanir eða sérmál er varða bankamenn. í seinni tíð hefur borið æ meir á því að lítið tillit sé tekið til sérhagsmuna okkar og ákvæði í þá veru ekki fengist samþykkt, þar sem önnur verkalýðsfélög væru ekki með sambærileg ákvæði. A komandi mánuðum verður áfram unnið að kjaramálum innan SIB, ný kröfugerð útbúin fyrir 1. mars og samningum sagt upp frá þeim úma. Það er von okkar að næsú kjarasamningur skili okkur meiri kjarabótum en sá síðasú, en það er ljóst eins og mál hafa þróast að undanförnu, að það þarf að fylgja kröfugerð og öðrum málefnum okkar fram með festu. Góðir bankamenn, Samband íslenskra bankamanna hefur átt því láni að fagna að vera óháð stjórnmálaflokkum og fordæmir afskipti þeirra af kjara- baráttu stéttarfélaga. Samstaða okkar hefur verið mjög góð og hefur það komið best í ljós í kjaradeilum sambandsins nú og á síðasta ári. Til að fylgja kröfum okkar efúr í framúðinni verður samstaða okkar sterkasta vopnið. Með þetta í huga óska ég öllum bankamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. „ Svemn Svetnsson. FRÁ STJÓRN SÍB Dagvistunarnefnd skilar dliti I vetur hefur starfað á vegum stjórnar SÍB nefnd, sem kannað hefur dagvistunar- þörf barna félagsmanna sambandsins, en frá þessu var skýrt í þessum dálki í Bankablaðinu l.tbl. 1981. Nefndin hefur skilað af sér og segir svo m. a. í nefndarálitinu: „Nefndin kom sam- an þrisvar sinnum og útbjó könnun sem send var öllum félagsmönnum SIB á höf- uðborgarsvæðinu. Búið er að vinna úr þessari könnun, en í henni tóku þátt 853 félagsmenn og kom í ljós eftirfarandi: 174 börn þurfa á dagheimilisplássi að halda. 105 börn þurfa á skóladagheimili að halda. 101 barn þarf á léikskólaplássi að halda. Samkvæmt könnuninni töldu 760 fé- lagsmenn æskilegt að SIB beitti sér fyrir stofnun dagvistunarheimila, 69 voru á móti, 24 óákveðnir. Mikil umræða átti sér stað eftir að niður- staða könnunarinnar lá fyrir. Var það álit manna að æskilegt yrði fyrir bankamenn að koma upp skóladagheimili til að byrja með og væri ekki verra að bankarnir ættu húsnæðið, en foreldrar sæju um rekstur- inn. Skora nefndarmenn á stjórn SIB að ganga á fund forráðamanna bankanna og falast eftir húsnæði. Teljum viðað nefndin hafi lokið störfum, en erum reiðubúin að vinna áfram að þessum málum ef þurfa þykir eftir að húsnæðismálin eru komin á hreint.“ Nefndarálitið var tekið til umræðu á stjórnarfundi í SÍB hinn 17. nóvember. Ákveðið var að stjórnin íhugaði nánar ýmis atriði varðandi dagvistunarmálin og tæki þau til umræðu á ný að því loknu. Greinargerð líff- eyrissjóðsneffndar Með bréfi dagsettu 27. apríl 1981, skipaði stjórn SIB nefnd í samræmi við ályktun 32. þings SIB um lífeyrismál. Verkefni nefndarinnar skyldi vera að kanna og vekja umræður um sameiginlegan lífeyris- sjóð fyrir alla bankamenn. Nefndin hefur komið saman á þremur fundum, þar sem meðal annars var farið yfir könnun sem unnin var af skrifstofu

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.