Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 13

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 13
13 Björg Arnadottir: Þing Danska sparisjóiasambandslns Þing Sambands starfsmanna danskra sparisjóða var haldið dagana 25.-26. maí sl. að Hótel Nyborg Strand, Nyborg. Undirrituð þáði boð stjórnar SIB að sitja þingið sem fulltrúi SIB. Eg kom til Hótel Nyborg Strand síðdeg- is sunnudaginn þann 24. Akveðið hafði verið að stjórnin, starfsmenn og gestir þingsins hittust og snæddu saman nátt- verð seint um kvöldið. Eftir hlýlegar móttökur, góðan mat og að sjálfsögðu öl ómælt, var hópurinn þeg- ar orðinn eins og stór fjölskylda. Morguninn eftir, kl. 11, var þingið sett af formanni sambandsins, Asbjörn Toft- höj Olsen. Eftir ávörp nokkurra gesta hóf- ust hin hefðbundnu þingstörf. Formaður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar, og reikn- ingar sambandsins voru lagðir fram og samþykktir. I ræðu formanns og þeim umræðum sem síðar urðu komu berlega í ljós þær áhyggjur sem bankamenn hafa af áhrifum þeim sem aukin tæknivæðing hefur á störf þeirra. Enda var tæknivæðingin eitt meg- inmál þingsins. Sívaxandi atvinnuleysi var mikið til umræðu og ýmsar hugmyndir ræddar til úrbóta. Fyrir þinginu lágu allmargar tillögur um lagabreytingar. Þar á meðal um hækk- un félagsgjalda í 1,2% af launum. Einnig var lögð fram tillaga um að þing yrði hald- ið annað hvert ár, en ekki fékk sú tillaga hljómgrunn meðal fulltrúa og var felld með miklum meirihluta. Miklar og fjör- ugar umræður urðu um tillögu fram- kvæmdastjórnarinnar um samruna við önnur santtök bankamanna; sú tillaga var einnig felld. Það sem vakti athygli mína og er frá- brugðið starfsháttum á okkar þingum var að eftir að kosningu I. og 2. varaformanns lauk tóku þeir þegar til starfa. Asbjörn Tofthöj Olsen var endurkjörinn formað- ur, Henrik Kloborg var kjörinn 1. varafor- maður. Ovænt framboð Ane Marie Holm Nielsen til embættis 2. varaformanns vakti nokkra spennu meðal þingfulltrúa, en hún sigraði í tvísýnum kosningum mót- frambjóðanda sinn, með 71 atkvæði á móti 68. Síðari hluti dags fór í hópvinnu þing- fulltrúa, sem auk þess að leggja línurnar fyrir stjórn sambandsins næsta árið höfðu til umræðu framtíðarstörf sparisjóða. Unnið var úr hugmyndum úr samkeppni sem efnt hafði verið til, og kenndi þar ýmissa nýrra grasa. Þá var menntun bankamanna eitt nteginverkefnið. Þessum degi lauk með glæsilegum kvöldfagnaði. Næsta morgun kl. 10 héldu þingstörf áfram og afgreidd þau mál sem hóparnir höfðu unnið að deginum áður. Þinginu var síðan slitið um hádegisbil, og hélt hver til síns heima. Frá vinstri: Asbjöm Tofthöj Olsen, formaður DSfL, Henning Kloborg, 1. varaformaður og Ane Marie Holm, 2. varaformaður.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.