Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 22
22 Árið 1981 hlaut ég styrk úr Af'mælissjóði FSI.Í til að kynna ntér trúnaðarmanna- kerfi í Danmörku og N’oregi. Við undir- búning f'ararinnar naut ég góðrar aðstoð- ar skrif'stof'u SÍB. I Danmörku sótti ég námskeið f'yrir trúnaðarmenn, f'ór á skrifstofur DSFL og DBL, og einnig ræddi ég við fórmann starf’smannaf’élagsins Bikuben. Trúnaðarmenn og varamenn þeirra eru kosnir í september til tveggja ára. Lík- ur háttur er hafður á framboði til trúnað- armannakjörs og hér. Flestir gef'a kost á sér vegna ábendinga samstarfsfólks, en aðrir vegna áhuga á félagsmálum. Nýkjör- inn trúnaðarmaður tekur til starfa 1. jan. og gefst því kostur á að sækja námskeið og starfa með fráfarandi trúnaðarmanni áður en hann tekur við starfinu. Einnig er trúnaðarmönnum boðið einn dag á skrif- stofu sambandsins þar sem kynnt er starf og uppbygging sambandsins, starfsfólk og verkaskipting. Er þetta gert með skugga- myndum, fræðsluritum og erindum. Einnig er tími til fyrirspurna og umræðna. Var álit allra er ég ræddi við að þetta væri til fyrirmyndar. Nokkuð algengt er að trúnaðarmaður starfi 2-3 kjörtímabil. I viðtali við f'ormann starfsmannafélags- ins Bikuben kom í Ijós að þeir hafa annan hátt á kjöri trúnaðarmanns. Einn trúnað- armaður úr hverjum launaflokki er kos- inn til tveggja ára. Nýr trúnaðarmaður er valinn ári seinna og vinnur eitt ár sem varamaður fyrri trúnaðarmanna. Byrjendanámskeið eru á líkan hátt og hér. Ekki var þó neitt um fundarsköp og ræðumennsku. Mikil áhersla var á fræðslu um hvernig beri að vinna að lausn deilu- mála svo sem upplýsingasöfnun og að málsmeðferð sé vel skipulögð. F.innig var mjög vel f'arið í kjarasamninga og kom Bergþóra Skúladóttir, FSLÉ, skriffar: STARF OG FRÆÐSLA TRÚNAÐARMANNA í DANMÖRKU OG NOREGI mér einna mest á óvart hve ntikil áhersla var lögð á að matartími starfsfólks væri frítími og ef krafist væri að starfsmaður væri við í bankanum í matartíma ætti það vera skrifiegt og greiðast sent aukavinna. I Noregi ræddi ég við trúnaðarmenn í Osló, Larvik og Stavern og einnig við full- trúa starfsmannafélaga á sömu stöðum og fór á skrifstofu Norska bankamannasam- bandsins. Kjör trúnaðarmanna er á sama hátt og í Danmörku. Einnig ef fleiri en einn trún- aðarntaður eru á sama vinnustað er einn úr hópi þeirra valinn sem aðaltrúnaðar- maður til eins árs í senn. T. d. í sparisjóði með 22 starfsmenn eru 2 trúnaðarmenn og 1 varamaður. í báðum löndum eru lög um með- ákvörðunarrétt og er starf trúnaðar- rnanna því meira en hér. T. d. hefur trún- aðarmaður áhrif við ráðningu starfsfólks, stöðuveitingar, launahækkanir og breyt- ingar á vinnustað. Áhersla var lögð á að trúnaðarmaður ætti rétt á að sinna skyldustörfum sínum í vinnutíma. Einnig rétt hans til að sækja námskeið og fundi. I stærstu bönkunum er starf trúnaðarmanna fullt starf'. Samkvæmt lögum um vinnuvernd er öryggistrúnaðarmaður á hverjum vinnu- stað. Trúnaðarmaður er í flestum tilfellum einnig fulltrúi er gætir jafnréttis, með- ákvörðunarréttar, vinnuumhverfis og fylgist með menntun bankamanna. (í Noregi 2 ára bréfaskóli.) I Noregi og Danmörku hafa bankarnir hérðasstarfsmannafélög sent eru ráðgef'- andi fyrir trúnaðarmenn í hverju héraði, en hafa ekki vald til ntálsmeðferðar. Þessi starfsmannafélög sjá um að velja umsækj- endur á námskeið hverju sinni á vegum sambandsins og hafa einnig námskeið hverju sinni og hafa einnig námskeið á sínum vegunt. Trúnaðarmenn frá hverju héraði (frá bönkum og sparisjóðum) hafa fundi ársfjórðungslega og ræða þar um vandamál er upp hafa komið. Yfirleitt væri mikið auðveldara að leysa mál efhægt væri að vitna í að svipað mál hefði komið upp annarsstaðar og hvernig þáð hefði verið leyst. Einnig er trúnaðarmönnum skýrt frá hvaða vandamál starf'smannafé- lögin fá til meðf'erðar og lausn þeirra. AfJjessu má sjá að við getum bætt okkar trúnaðarmannakerfi. Með aukinni fræðslu höldum við trúnaðarmönnum lengur í starfi og þeir verða virkari. Hafa byrjendanámskeið áður en þeir taka til starfa og hafa varamenn. Það vakti mikla undrun og spurningar er ég sagði að það væri ekki varamaður sem tæki við mínu starfi á meðan ég væri í leyfi. Algengar spurningar voru: Samþykkir samstarfs- fólkið þetta? Hvaða viðbrögð eru hjá starfsmannafélagi og bankamannasam- bandi? Er aðeins einn trúnaðarmaður á vinnustað með rúmlega 40 starfsmönn- um? Einnig getum við strax komið á fundum milli trúnaðarmanna. Væri það hægt með mörgu móti. Hægt væri að skipta landinu niður í svæði sem auðvelt væri að eiga við, t. d. með tilliti til ferðalaga. Einnig væri hægt að skipta Stór-Reykjavíkursvæðinu í sundur svo ekki yrðu of stórir hópar á hverjum fundi. Væri þetta verðugt verk- efni starfsmannafélaga og trúnaðar- manna þeirra sem myndi auka félagslegan áhuga, auk þess að styrkja trúnaðarmenn í starfi og skapa traustan bakhjarl SÍB. Bergþóra Skúladóttir.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.