Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 4

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 4
4 SKAMMTÍMASAMNINGAR GERÐIR EFTIR LANGT ÞÓF Hliðstæðir samningum annarra stéttarsamtaka Verkfallsaðgerðir þóttu ekki fýsilegar nú Brdðabirgðalausn fram til 31. maí í vor Samningarnir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða i allsherjaratkvæðagreiðslu Eftir tímafrekt samningaþóf hjá ríkissátta- semjara í októbermánuði, án þess að nokk- uð miðaði í átt til samkomulags, ákvað SÍB hinn 26. október, að boða til vinnustöðv- unar félagsmanna sinna frá og með mið- nætti aðfaranótt 12. nóvember 1981. Á fundinum var einnig samin greinargerð um ástæður verkfallsboðunarinnar, og var hún send öllum félagsmönnum sam- bandsins. Jafnframt var samþykkt að koma á fót verkfallsnefnd er sæi um fram- kvæmd hugsanlegs verkfalls. Sáttatillaga frá ríkissáttanefnd Ríkissáttanefnd hóf nú þegar að undirbúa gerð sáttatillögu, eins og lög gera ráð fyrir. Tillagan var lögð fram föstudaginn 6. nóv- ember og atkvæðagreiðsla ákveðin 16. og 17. nóvember. Sáttatillagan gerði ráð fyrir gildistíma frá 1. nóvember 1981 til 1. maí 1983, 6% grunnkaupshækkun á samningsu'manum, nokkrum breytingum á starfsaldursálagi o. fl. Stjórn SIB, samninganefnd og for- menn starfsmannafélaganna voru þegar á einu máli um að skora á félagsmenn að fella sáttatillöguna. Meginrökin voru að gildistími hennar væri of langur og með hliðsjón af svo löngum gildistíma væru önnur atriði tillögunnar alls ófullnægj- andi. 11. nóvember boðaði SÍB til almenns félagsfundar á Hótel Sögu. Skemmst er frá að segja, að um 600 manns komu á fundinn og ríkti þar mikill einhugur um að fella sáttatillöguna. Tveimur sólarhringum áður en sáttatil- lagan var borin undir atkvæði félags- manna, gerðust óvæntir atburðir hjá ríkis- sáttasemjara. Samninganefndir ASI og VSI gerðu með sér skammtímasamning til 15. maí 1982. Samningur þessi gerði ráð fyrir 3.25% launahækkun. Sáttatillagan kolfelld Atkvæði úr allsherjaratkvæðagreiðslunni voru talin hjá embætti ríkissáttasemjara föstudaginn 20. nóvember 1981. Úrslit urðu sem hér segir: Á kjörskrá 2.490 Atkvæði greiddu: 2.314 eða 92,93% Atkvæði féllu þannig: Andvígir sáttatillögu: 2.194 eða 92.87% Samþykkir sáttatillögu: 118 eða 5.09% Auðir seðlar: 47 eða 2.04%. I bankaráðunum var sáttatillagan sam- þykkt með 96% atkvæða. 4% seðla voru auðir. Samningar takast Ljóst var, að eftir að ASÍ og VSÍ höfðu gert skammtímasamkomulag sitt, hafði línan verið mörkuð á vinnumarkaðinum og taldi samninganefnd SIB að erfitt yrði að brjótast út úr þeim farvegi. Nú var gengið til samningafunda á ný. Eftir lang- ar samningalotur hjá ríkissáttasemjara tókst samkomulag, sem í meginatriðum var sniðið eftir samkomulagi ASI og VSÍ. Prentarar höfðu þá átt í rösklega viku verkfalli, og tókst ekki að semja um um- talsverðar viðbætur við samning ASÍ. Fé- lagsmenn SIB höfðu lagt mikla áherslu á að nýr samningur gilti frá því síðasti samn- ingur rann út, eða frá 1. september. Þetta náðist fram, en eftir langt þóf. Þó að samn- ingurinn gengi ekki eins langt í nokkrum atriðum sem sáttadllagan, þótti samninga- nefnd SIB hann betri kostur, einkum og sér í lagi vegna þess hve hann var stuttur, en sáttatillagan gerði hins vegar ráð fyrir miklu lengri samningstíma. Frá hinum fjölmenna fundi SÍB um sáttatillöguna í Súlnasal Hótel Sögu.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.