Bankablaðið - 20.12.1981, Qupperneq 23

Bankablaðið - 20.12.1981, Qupperneq 23
________________________23 SÉB KAUPIR TJARNARGÖTU 14 Samband íslenskra bankamanna hefur fest kaup á húseigninni Tjarnargata 14 í Reykjávík. Kaupsamningur var undirrit- aður 24. nóvember síðastliðinn. Seljendur eru Félag íslenskra stórkaupmanna. Tjarnargata 14 er tvær hæðir, ris og kjallari, um 95 fermetrar að grunnfleti. Hæðirnar tvær eru innréttaðar sem skrif- stofuhúsnæði, en í risi er stór og rúmgóð- ur fundarsalur. Húsiðerbyggtáárunum 1912 og 1913. Það hefur nýlega verið endurbyggt að miklu leyti og mikið endurnýjað. Risið er nýlegt og var byggt samkvæmt upphaf- legri teikningu. Húsið hentar mjög vel fyrir starfsemi SÍB og þarf engar breyt- ingar að gera á því. Fyrsta hæðin verður afhent SÍB hinn 1. mars 1982 og mun sambandið þá flytja starfsemi sína þangað. 1. september verð- ur síðan allt húsið afhent og munu skrif- stofur SÍB þá verða fluttar á efri hæðina, en neðri hæðin leigð út. Kaupverð var 2.1 milljón króna. Með þessum fasteignakaupum verður ráðin bót á miklum húsnæðisþrengslum sem SIB hefur átt við að búa undanfarin ár, en þrengslin hafa staðið starfseminni mjög fyrir þrifum. í GAMNI Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu stóð SÍB að könnun meðal félagsmanna sinna í sumar, þar sem spurt var um ýmiss kjaraatriði. Einn félaga okkar sló á létta strengi og lét eftirfarandi kveðskap fylgja eyðublaði sínu. I) Kyn: Ég hef öðlast karlmanns kyn, 5) Menntun: Ýmis fræði að mér bar, kropps því fylgir spenna, og þó mjög í hófí, sterka rödd og síða sin, lauk í visku verslunar svo og hneigð til kvenna. vænu lokaprófí. 2) Aldur: Aldur minn er ekki hár, 6) Launa- Ýmsa flokka hef ég hitt eftir fáa daga flokkur: og hrakist mjög í villu, tugir sex og tvö heil ár, í ellefta varð athvarf mitt, tel það engan baga. uppi á þriðju syllu. 3) Starf- Baslað hef ég bönkum hjá 7) Starfs- Heiti starfsins stirðlegt var aldur og bylt við tölum stórum, heiti: við stjórn á seðlaflóri, ef þú dregur einn í frá sá er Seðlagreiningar- áratugum fjórum. sagður vera -stjóri. 4) Starf Aldrei vann ég önnur störf 8) Vinnu- Ég lenti í Strætinu og starfa þar enn, annars innan föðurlandsins, staður þar stikuðu rónar og vandræðamenn staðar: nema helst ef þess var þörf um götur í grenjandi svalli. í þágu Vatíkansins. Nú sinna þar konur um seðla í heild, og Seðla- það heitir nú -greiningardeild, í Edinborg, uppi á palli.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.