Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 20.12.1981, Blaðsíða 20
20 Þing NBF Kjartan Nielsen, stjórnarmaður í SÍB: FRÓÐLEGT NÁMSKEIÐ UM TÆKNIMÁL OG MEÐ- ÁKVÖRÐUNARRÉTT HJÁ DANSKA BANKA- MANNASAMBANDINU allar mjög stuttar og aðeins um þá punkta, sem til umfjöllunar voru. Skýrsla stjórnar- innar og tillögur voru teknar fyrir lið fyrir lið og urðu aðeins umræður um þau atriði, þar sem þingfulltrúar voru ekki sammála að einhverju eða öllu leyti. Með þessu fundarformi er hægt að koma í veg fyrir, að menn láti móðan mása um óviðkom- andi atriði. A þinginu voru margar tillögur sam- þykktar ásamt starfsáætlun fyrir stjórn NBF næstu tvö árin. Eg vil geta þess, sem vakti helst athygli mína. Reynt verði að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda varðandi málefni vinnu- markaðarins. I.eitað verði samstarfs við önnur launþegasamtök. Aukin verði útgáfu- og upplýsingastarf- semi. Aukið samstarf vinnuveitenda og laun- þega um tæknivæðingu á sviði banka- mála. Akvarðanir verði teknar sameig- inlega. I því skyni að við gestirnir yrðum ekki of þreyttir á fundarsetunni, var okkur boðið í ferðalag einn daginn. Var farið í göngu- ferð upp að skriðjökli, sem gengur út af Jostedalsbræ. Heitir þessijökull Briksdals- jökull og er hann á mikilli ferð fram og til baka ár hvert. Var mikilfenglegt að sjá hvar jökullinn kemur niður dalinn milli þverhníptra fjallshlíða. Veður var hið feg- ursta og var ferðin öll hin ánægjulegasta. Eftir gönguferðina var boðið upp á fjöl- breyttan mat, sem var einkennandi fyrir þetta hérað, s. s. vindþurrkað kjöt o. fl. Frásögn þessi er aðeins stikl á stóru. Það kom berlega í ljós á þinginu, hversu við- fangsefni norrænna bankamanna eru svipuð. Það má þess vegna mikið læra á svona heimsóknum. Eg vil hér þakka fyrir þetta boð og sendi norskum bankamönnum mínar bestu kveðjur. Helgi Hólm. Kjartan Nielsen. Hér á eftir er ætlunin að rita nokkur orð um námskeið, sem ég sótti sem gestur frá Islandi, en námskeið þetta bar titilinn „TÆKNI OG MEÐÁKVÖRÐUN". Var það haldið á vegum Danska bankamanna- sambandsins á HOTEL SKANDICON rétt utan við Árhus. Námskeiðið byrjaði á hádegisverði, mánudaginn 14. sept., síðan var nám- skeiðið sett og innihald og dagskrá þess kynnt, nafnakall þátttakenda og gesta. En þetta var í fyrsta sinn sem gestir frá öllum Norðurlöndum voru þátttakendur í nám- skeiði sem þessu hjá DBL. Eftir stutta tölu um fyrirkomulagið var skipt í hópa og fór síðan hver hópur i fyrstu hópvinnuna. Var fyrsta verkefnið að kynnast hvert öðru og segja frá hvar hver ynni og hvern- ig háttað væri á vinnustað, viðkomandi tækni og meðákvörðun. Einnig var til- gangurinn að ræða námskeiðið, þ. e. dag- skrána, hvað væri ábótavant og koma með hugmyndir fyrir umsjónarmenn nám- skeiðsins fyrir næstu námskeið. Eftir þessa fyrstu hópvinnu, voru málin rædd og komu fram margar hugmyndir um nám- skeið sem þetta. Það sem kom fram í mínum hópi, var að tæknin hefur ekki enn haft í för með sér fólksfækkun, en fólk er nokkuð hrætt um framtíðina. Þótt tæknisamningur hafi ver- ið undirritaður fyrr á þessu ári, fannst þeim ekki verið farið eftir honum sem skyldi. Þau vildu einnig meiri upplýsingar um hvað sé framundan. Eftir kaffi var sýnd mynd sem bar heitið „NÝR FAGUR HEIMUR“, en hún var um tæknina sem komin er og mun koma. Strax eftir þessa mynd hélt Leif Rasmus- sen frá IFA, erindi um tæknivæðinguna, aðdraganda og sögu hennar, allt frá árinu 1642 (Pascal) til líðandi stundar (Data Base). Næstur á dagskrá var fulltrúi frá Pósti og síma í Danmörku (P&T) og kynnti hið nýja í tækniheiminum, þ. e. TELETEXT, en það er kerfi sem þú getur notað heima í stofu, getur hringt í ákveðinn DATA- BANKA og fengið síðan upplýsingar á sjónvarpsskerm og spurt um veður, ferðir með ferðaskrifstofum, innistæðu í banka o. fl. Var hann með sýningu á þessu við- undri og hringdi hann til Englands og fékk á skerminn hvað helst var í fréttum þann dag. Danir eru að hugsa um kerfi sem þetta, en það sem kom fram eftir sýn- inguna, var að almenningi finnst það full mikill kostnaður að setja upp slíkt kerfi, miðað við hvað það gefur af sér. En þeir sem eiga B&O tæki í Danmörku, geta not-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.