Jazzblaðið - 01.02.1948, Síða 5

Jazzblaðið - 01.02.1948, Síða 5
Hallur Símonaraon: ÍSLENZKIR H LJÓÐFÆRALEI KARAR Björn R. Einarsson Björn R. Einarsson er fæddur 16. maí 1923, hér í Reykjavík. Æska hans var eins og gengur og gerist meðal Reykjavíkur- barna. Fyrstu kynni hans af tónlistinni voru að hann lærði að þekkja nóturnar fimm ára gamall og æfði hann sig svo dálítið á píanó fram til níu ára aldurs, en þá fékk hann tilsögn hjá ágætis kennur- um um tveggja ára skeið og var Dr. Mixa einn þeirra. Er Björn var fimmtán ára gerðist liann rakaranemi, en þar sem þetta var þvingandi innivinna byrjaði hann að æfa sund í frítímum sínum. Hann hætti við námið eftir ár, en byrjaði svo aftur 18 ára og lauk því með heiðri og sóma 22 ára. f millitíðinni lagði hann sérstaka stund á íþróttir með vinnu þeirri, er hann hafði. Skal ég víkja hér nánar að áröngr- um Björns á sviði íþróttanna því óvíst er að allir viti að Björn var einn af fjölhæf- ustu íþróttamönnum, sem völ var á. Hann kveðst sjálfur hafa verið einna lakastur í sundi, en þrátt fyrir það varð hann oft annar og þriðji á sundmótum. í fyrsta sinn, sem hann kom á hlaupa- brautina, var á Drengjameistaramóti er hann var 17 ára. Hann var látinn fara í hlaupið algjörlega óæfður en kom samt þriðji að marki og var sjálfur Finnbjörn Þorvaldsson þá annar. Hann fór samt ekki að aefa hlaup neitt verulega þó hann væri talinn mjög efnilegur. Aftur á móti lagði bann mikla rækt við sína beztu grein sem sé hnefaleikana. Hann keppti á þremur rneistaramótum og sigraði keppinauta sína alltaf. Fyrir utan allt þetta var Björn slyngur skíðamaður. En svo við snúum okkur að tónlista- manninum Birni, þá var hann 20 ára, er hann fór að læra á trombón. Hann hafði samt fengizt við að leika á harmóniku áð- ur. Er ég spurði Björn, af hverju hann hefði valið trombón, sagði hann, að Albert Klahn stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur hefði litið upp í sig, nákvæmlega, eins og þegar bændurnir eru að athuga aldur hest- anna, og lagði hann fast að Birni að velja trombóninn. Hann lærði aðallega hjá Klahn og varð brátt einn af meðlimum lúðra- sveitarinnar og hefur verið það æ si'ðan, og nú hin síðari ár, sem aðaleinleikari hennar. Það er undravert hve langt Björn hefur náð á trombóninn, þegar tillit er tekið til þess að á byrjunarárunum varð hann að vinna á rakarastofunni allan daginn og fara svo í Iðnskólann á kvöldin, svo ekki var of mikill tími aflögu til æfinga á hljóð- færið. Björn er í stöðugri framför á tromb- óninn og er alveg dásamlegt að hlusta á hann ef ég má orða það svo. Honum tekst lang bezt upp, þegar hann leikur hreina melódíu, því þó hann liafi yfir mikilli teknik að ráða þá kemst hún ekki í samanburð við tóninn. Er hljómsveit Buddy Featherstonehaugh kom hingað í fyrra trúðu þeir vart sínum eigin eyrum og augum, þegar þeir heyrðu og sáu Björn leika, svo mikið fannst þeim til um hæfileika hans. Síðastliðið sumar jjazzlfíiAiÁ 5

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.