Jazzblaðið - 01.07.1948, Side 12

Jazzblaðið - 01.07.1948, Side 12
Heimjó.kn Í5L jiratL EJiifí Jvavar^eíij. Skrifað í júní 1947. Seytjándi júní hér í New York er ósköp hversdagslegur þó hann sé í hávegum hafð- ur og allt fánum skreytt heima á íslandi. Eg ákvað því að hressa upp á tilbreyt- ingarleysið og sýna að ég væri sannur ís- lendingur og halda daginn hátíðlegan með því að verja nokkrum klukkustundum í 52. stræti og hlusta á góðan jazz, en sem kunn- ugt er, þá er þar miðstöð alls hins bezta jazz í New York og þótt víðar sé leitað. í litlum kjallaraholum, sem eru hver ofan í annari má heyra margan jazz-snillinginn leika eða syngja. Staðir þessir opna klukk- an 9 á kvöldin og loka ekki fyrr en 3—4 eftir miðnætti. Fyrsti staðurinn, sem ég kom á, heitir „Frægu dyrnar“. Þar lék smáhljómsveit undir stjórn trombónleikarans og blues söngvarans Jack Teagarden. Með honum voru Max Kaminsky á trompet, Peanuts Hucko á klarinet, Sandford Gold á píanó, Jack Lesberg á bassa og Morey Feld á trommur. Ailt eru þetta gamalreyndir jazzistar, Teagarden var í árafjölda sagð- ur fremstur trombónleikaranna, Max er einn af Dixieland leikurum Eddie Condons, sem hann leikur oftast hjá, en samt getur hann brugðið fyrir sig að leika swing, hefur t. d. verið með Benny Goodman, T. Dorsey og Artie Shaw. Peanuts er afar þekktur klarinetleikari, þó hann hafi fyrir nokkrum árum verið þekktur sem tenór- sax leikari í hljómsveit Will Bradley og fleirum. Hann leikur að sögn manna lík- ast Goodman, en þó ekki líkt því eins vél- rænt fannst mér. Trommarinn Feld hefur leikið með Goodman, en núna seinni árin hefur hann haldið sig með litlum Dixie- hljómsveitum. Lesberg er svo til ný stjarna á bassann, og er hann fjölhæfur mjög, leikur t. d. í symfóníuhljómsveit á daginn. Sandford er gamalkunnur píanóleikari. Þessir náungar léku þarna í hálftíma fjöld- ann allan af fyrirtaks Dixieland lögum og söng Teagarden sum þeirra, svo sem „Casa- nova’s Lament“ og „Beale Street blues“. Síðan tók við quintet tromrquleikarans Sid Catlett. í hljómsveitinni voru auk hans Leonard Graham á trompet, Tony Scott á klarinet, Thelonius Monk á píanó og Lloyd Troman á bassa. Þeir léku eingöngu Be-bop

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.