Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 4
Hallur Símonarson: ÍSLENZKIR H LJÓÐFÆRALEI KARAR Karl Jónaíansson Karl Jónatansson er fæddur 24. febrúar 1924 að Blikanesi á Melrakkasléttu, en fluttist ungur að Krossanesi í Eyjafirði, sem liggur rétt fyrir utan Akureyri. Karl fékk snemma áhuga fyrir tónlist og lang- aði til að eignast harmoniku, uppáhalds- hljóðfæri hvers sveitapilts. Þegar hann var ellefu ára varð honum að ósk sinni, en þá var honum gefin harmonika. Litla tilsögn fékk hann, en komst þó furðu fljótt upp á lagið með að spila létt lög á „nikkuna", og það fór strax að berast orð af „litla strákn- um á Krossanesi, sem lék svo vel á har- moniku", og varð það til þess að hann byrjaði að leika á dansleikjum í héraðinu og víðar og var hann þó ekki nema tæplega tólf ára gamall. Hann hélt því áfram næstu árin, eða þangað til hann var sextán ára, og segir Karl að það hafi verið skemmti- legustu dansleikir, sem hann hafi leikið á. Sumarið 1940 lék hann á Siglufirði að Hótel Hvanneyri, ásamt Henna Rasmuss. Næsta vetur lék hann á Akureyri í samkomuhús- inu þar. Þá keypti hann sér altó-saxafón, að vísu nokkuð lélegt hljóðfæri, en það mátti notast við það. Eftir að hafa átt fóninn í hálfan mánuð byrjaði hann að leika á hann í samkomuhúsinu. Það var eins með altó- saxafóninn og harmonikuna, að erfitt reynd ist að fá tilsögn fyrir norðan og varð hann því að vera sinn eigin kennari, en notaðist við sæmilegar kennslubækur. Næsta sumar var það svo Siglufjörður aftur og sat hann þá einn á stól og lék á „nikkuna" fyrir ekki alltaf sem skemmtilegasta áheyrendur. Næstu tvo vetur lék hann á ýmsum stöðum fyrir norðan. Árið 1943 var Hótel Norður- land byggt á Akureyri og byrjaði Karl þar með hljómsv. um veturinn. en fæstir með- limir þeirrar hljómsv. hafa haldið áfram að leika á dansleikjum. Næsta vetur stjórnaði Jóhannes Þorsteinsson (píanóleikari) hljóm- Jóhanna Daníelsdóttir, söngkona. 4 JanlUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.