Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 13
ert að hugsa. Hefur maðurinn ekki hlustað á neitt annað en tenór-saxafónleikara? En maður leikur nú einu sinni á tenór, ekki satt?). Otto Stampe var annar þeirra og lék hann einnig á klarinet og flautu, sem skapaði skemmtilega fjölbreytni. Hann er að hugsa um að fara til Bandaríkjanna og mun hann áreiðanlega komast í góða hljóm- sveit, því maðurinn leikur vel. — Svend Asmussen, hef ég heyrt, er einnig að hugsa um að fara til Bandaríkjanna, ekki til að leika, heldur sem ferðamaður (öðru nafni túristi), en ég geri nú frekar ráð fyrir að hann ílengist þar, eftir að Bandaríkjamenn fá að heyra í honum. Goodman hefur til dæmis viðurkennt hann, sem oft og tíðum hefur nægt til þess að koma mönnum á toppinn, því Goodman gerir ætíð miklar og harðar kröfur. Trompetleikarinn Peanuts Holland, sem verið hefur á Norðurlöndum í þrjú ár (hann er bandarískur negri), var í Kaupmanna- höfn, en ekki gafst mér tækifæri til að heyra hann leika. Þar var einnig annar landi hans, sem heitir Don Gais og lék hann á píanó og söng. Hvort tveggja vel af hendi leyst. Hann varð eftir úr hljómsveit Rex Stewart. ■ Annars er frekar dauft yfir skemmtana- lífi, eða eigum við heldur að segja veit- ingahúsalífi Kaupmannahafnar. Dýragarð- urinn, Tivolí og fleiri slíkir staðir, sem ferðamenn eru sólgnir í að sjá, eru náttúr- lega sneisafullir alla daga, en veitingahús- in bera sig ekki vel. Til dæmis stendur til að loka Scala, en þangað hafa margir ís- lendingar leitað, (já, hann er óneitanlega góður danski bjórinn) enda fara flestar hljómsveitanna burt úr borginni yfir sum- arið, og á veturna líka, ef vinna væri fyrir hendi, þó reyndar sé nú meira að gera þá í Kaupmannahöfn. Ég talaði við nokkra hljóðfæraleikara, sem gjarnan hefðu viljað koma hingað til að leika. Væri nú ekki at- hugandi að koma á hljómsveitarskiptum milli landanna? Hvað finnst ykkur? Harmonikusíðan Framh. af bls. 11. aður með í fingrasetningum hans. f þeim tilfellum, sem aði'ir nota 5. fingur, verður hann að nota 4. Þá eru þeir til, en munu fáir (t. d. A. Cagnazzo), sem nota alla fimm fingur á bassaborðið. Þumalfingur er þá notaður á yztu röðina (minnkaðir sjöundar- hljómar), aðallega í samsettum hljómum með grunnnótu. Sem dæmi: Hljómurinn C min 6 með C og/eða A sem grunnnótu. C dim fyrsti fingur (þumal fingur). C min annar fingur. C grunntónn þriðji fingur. A grunntónn fjórðir eða fimmti fingur. III. Að því er ég bezt veit, er þetta eigin uppfinning Jóhannesar, sem hann fékk hugmynd að fyrir mörgum árum, en hefur ekki framkvæmt fyrr en nú. Nýlega hafa þó komið á markaðinn í Bandaríkjun- um harmonikur af mjög svipaðri gerð. Þetta nýja borð er enn sem komið er lítið reynt, en þó mun óhætt að fullyrða, að hér hefur Jóhannes ratað hinn „gullna meðal- veg“ milli píanó og „krómatísku“ borðanna. Á borð þetta er hægt að nota mikið af píanótækni, t. d. þumalfingur í tónstigum. Litlu bilin á píanóborðinu, frá E—F og H—C hefur hann fjarlægt, þannig að hver röð samanstendur af heiltónum og þarf því einungis tvær raðir til að leika hvaða lag sem vera skal. Ynnsta röðin er endurtekn- ing á þeirri yztu, svo að ef einungis tvær raðir eru notaðar í gefinni tóntegund, er hægt að leika sama lag í öllum tóntegund- um með nákvæmlega sömu fingrasetningu. Þetta virðist því vera ekki einungis endur- bót frá píanóborðinu, heldur einnig mikil framför frá „krómatíska“-borðinu. En á þessu þarf að fást reynsla, sem bezt verður fengin með því að nýir áhugasamir menn taki við og læri bæði vel og rétt á borðið. Þá fyrst verður hægt að dæma á milli, en engan þyrfti að kynja þó svo færi að hið nýja borðið biði hærri hlut. — Bragi. SazMaU 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.