Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 7
nr af hljómsveit Artie Shaw, og ennfremur hvenær plöturnar voru leiknar inn. Fyrir fram. þaklcir fyrir svörin og óskir um aö hlaöiö haldi áfram að lcynna jazzinn af sama skörungsskap og það liefur gert fram «;)' þessn. Einn af þeim eldri. Svar. Grein um jazzhátíðaliöldin í París er á öðrum stað í blaðinu, en ekki var hægt að birta neitt af þeim fyrr, þar sem fuil- nægjandi upplýsingar voru ekki fyrir hendi. Á hinum skínandi plötum „Begin the be- guin“ og „Indian love call“, eru það þeir Sid Weiss og Cliff Leeman, sem leika. Sá fyrri á bassa og' hinn trommur. Þær voru báðar leiknar inn á miðju árinu 1938. PLÖTUR. Ég þaklca fyrir margt gott í síðasta hefti. Það sem mér þykir helzt vanta í síðustu blöðin eru plötulistar, sem oft voru í fyrstu blöðunum. Væri ekki lixgt að birta í hverju blaði lista yfir nýjar plötur ásamt nafni útgefanda? Þá vil ég biðja blaðið að gefa mér upplýsingar um áslcriftargjald „Metronome". Með beztu óskum og þalck- læti. Plötusafnari. Svar. Sjálfsagt er að birta lista yfir ný- útkomnar plötur, þó það virðist hálf til- gangslaust, þar sem ekkert flytzt af þeim inn í landið. Áskriftargjald „Metronome“ er þrír og hálfur dollar fyrir eitt ár og sex dollarar fyrir tvö. SVO ER NÚ ÞAÐ. Mig langar til að gagnrýna frágang blaðsins, þ. e. a. s. tvö síðustu blöð. Það er reyndar ekki sök út- gefenda, heldur þeirra, sem annast prentun blaðsins. Þessi blöð liafa verið klesst á köflum vegna of mikils farfa (svertu). Þetta atriði er auðvelt að ráða við og vona ég að slíkt komi eklci fyrir aftur. Kaflinn „Úr ýmsum áttum“ liefur versn- að í frágangi við að taka upp það form að setja spurningarnar úr feitu letri í staðinn fyrir skáletur (cusiy) eins og það var áður sett úr, í öllum eldri blöðunum. Mér finnst Harmonikusíðan alls ekki eiga heima í þessu blaði (jazzblaði). Hún er noklcurs konar skóli fyrir „magaorgelspil- ara“, en þeir eru ekki svo fáir, sem þyrftm tilsagnar við og ætti það þess vegna að vera fyrirgefanlegt, enda verður síðan sennilega ekki langlíf í blaðinu. — Eins finnst mér að danslagatextar mættu falla úr og nótur koma í staðinn. Bréfið þarf ekki að birtast frekar en vill, þar sem að þetta ent meira leiðbeiningar til útgefenda sjúlfra. Alcurnesingur. Svar. Við byrjum á að svara síðustu setn- ingunni. Bréfið birtum við einmitt, þar sem við höfum gert það að reglu að birta öll bréf í blaðinu er varða efni þess og útlit. Of mikill farfi virðist hafa verið á tveimur síðustu blöðunum, satt er það. Okkur er tjáð af prenturunum, að það sé pappírnum að kenna, en hann er mjög harður og vont að prenta vel á hann. Betri pappír er ófáan- legur, sem stendur. Tvö síðustu blöð hafa verið sett úr stærra letri en hin, en í þessu letri hefur ekki verið til skáletur, svo að spurningarnar í „Úr ýmsum áttum" hafa þess vegna verið sett feitu letri. Nú er blaðið sett með eldra letrinu, svo að úr þessu hefur þegar verið bætt. — Okkar fremstu jazzleikarar, þeir Ólafur Péturs- son, Björn R. og Guðmundur Vilbergsson, leika auk blásturshljóðfæranna enn á har- moniku, meir en helmingur allra þeirra, er leika á hljóðfæri á íslandi leika á har- moniku, einn mesti jazzleikari, sem nú er uppi, Art VanDamme, leikur á harmoniku. Og hvort sem blaðið heitir jazzblað eða ljósmæðrablað, þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að í því væri sérstök har- monikusíða. Textar eru eitt það vinsælasta í blaðinu og verða þeir birtir öðru hvoru eins og undanfarið. #a:zlUil 7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.