Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 6
WEE THREE. Gjöriö svo vel og svarið eftirfarandi fyrir olckur. 1. Hvar er hægt að fá útsetningar á jazzlö'gum fyrir karla-kvart- ett? 2. Hvaöa skilyrðum er það bundiö að verða félagi í F.í. H.? 3. Væri ekki mögu- legt að birta vinsæl lög á nótum, t. d. í öðru hvoru blaði? Og síðast en ekki sízt. Það ættu oftar að koma heilsíðumyndir af þekktum jazzleikurum í blaðinu. Þegar myndin af Coleman Hawkins kom í blaðinu í vetur, var það margur maðurinn, sem inn- rammaði’vininn. Við viljum svo þakka blað- inu þess ágæta starf í því að kynna lands- mönnum þá tónlist, sem hefur verið eins- konar útlagi, aðallega vegna þeirra há- klassísku, sem að mestu virðast ráða um tónlist, til dæmis í voru ágæta (ha ha) Ríkisútvarpi. öðru hvoru eins og til stóð þegar Hawkins myndin kom og er nú ein í þessu hefti. AAGE. Ekki alls fyrir löngu sá ég aug- lýstan dansleik, sem liljómsveit Aage Lor- ange hélt í Hveragerði. 1 auglýsingunni var skýrt tekið fram: Bezta hljómsveit lands- ins leikur fyrir dansinum. Ég man ekki betur en að hljómsveit Aage hafi verið fjórða i röðinni i kosningum Jazzblaðsins um síðustu áramót, en er hún ef til vill orðinn sú bezta núna, síðan Olafur Péturs- son hætti, en hann var að flestra áliti bezti meðlimur hennar? Sennilega er nú svo með meðlimi hljómsveitar þessarar, „að liverj- um finnst sinn fugl fagur, þó að hann sé bæði Ijótur og magur“. Jón Hj. S. V. O. Svar. Eftir því sem við bezt vitum, er Carl Billich, hljómsveitarstjóri að Hótel Borg, eini maðurinn hér á landi, sem útsetur fyrir slíkan kvartet. 2. í 2. grein laga F.Í.H. segir, að þeir einir geti orðið félagar, sem standast prófraun, er prófnefnd ákveður, enda hafi innsækjandi íslenzkan ríkisborg- ararétt. Prófraun skal hagað þannig, að innsækjandi síni leikni sína á hljóðfærið, ennfremur leikni í nótnalestri og kunnáttu í grundvallaratriðum tónfræðinnar. 3. Vegna of mikils kostnaðar getur blaðið ekki birt lög á nótum fyrst um sinn. Fyrir nokkru var hafinn útgáfa á dansnótum hér í Reykjavík, og fást lögin í hljóðfæraverzl- unum hér. Heilsíðumyndirnar birtum við Svar. f kosningum blaðsins var hljóm- sveitin sú fjórða, satt er það, en kosning- arnar voru um vinsældir en ekki getu hljóm- sveitanna. TEMPO. Ég þalcka kærlega fróðlega og skemmtilega grein um Svend Asmussen í síðasta hefti og vonast eftir fleiri slíkum um fræga jazzleikara, sem lítið eru þelcktir liér á landi. I vor sá ég í fréttadálki blaðs- ins minnst á jazzhátíð, sem stóð til að halda í París. Nú langar mig að vita hvort úr henni hefur orðið og hverjir léku þar. Enn- fremur langar mig til að fá upplýst hverjir leika á trommu og bassa á plötunum „Begin the beguine" og „Indian love call“, leikn- 6 JaOUj

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.