Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 16
_ JJfjómMH'U atðufe clííingloni Hiiin að lifa isitt fegursta efíir Michael Levin Levin. Eftirfarandi grein birtist í bandaríska tónlista- blaöinu Down Beast fyrir fáeinum vikum. Höf- undur hennar, Michael Levin, er einn bezti jazz- gagnrýnandi Bandaríkjanna og vakti greinin mik- ið umtal meðal jazzvina og kom á stað blaðaskrif- um í tónlistablöðum, þar sem menn voru ýmist með eða á móti Levin. Charlie Barnet hljómsveit- arstjóri, einn mesti aðdáandi Ellingtons, svaraði greininni í Down Beat fyrir nokkru og er liann i mörgu samþyklcur Levin, en segir að greinin eigi elcki við Duke eingöngu, heldur allt jazz- hljómlistalíf Bandaríkjanna upp til hópa. f enda greinar sinnar segir hann svo, að ef Duke haitti, þá sé úti um jazzinn. — S. G. Duke. Er ekki tími til kominn að Ellington- hljómsveitin verði lögð niður, áður en það sem eftir er af fornri frægð dregst alveg niður í svaðið? Mikið hefur verið skrifað um hina gömlu og grónu í hljómsveitinni og hvílíkt sköpunarverk liggur eftir hana og hvað fyrir henni muni liggja. Lítið hefur verið talað um fálætið, sem mætt hefur mörgum hinna í hljómsveitinni, og um það hræðilega hismi, sem frá hljómsveitinni hef- ur komið síðustu þrjú árin. Ellington er nýbúinn að leika í Para- mountleikhúsinu í New York fyrir fagn- andi mannfjölda. En fólkið þyrptist þangað til að fagna söngvaranum Billy Eckstine og engum öðrum. í næturklúbbnum „Bop City“ áttu þeir Ellington og Eckstine að taka á móti Pitts- burgh Courier verðlaununum. Eckstine var tekið með fögnuði, Ellington með kurteisi. Þetta átti eftir að koma fyrir mann, sem í tuttugu og fimm ár hefur lagt hvern skerfinn á fætur öðrum til amerískrar tón- listar, einhver upprunalegustu innleggin í ameríska menningu. Þetta átti eftir að mæta manni, sem hefur verið ýmist höf- undur eða meðhöfundur að hundruðum laga, sem mörg hafa varanlegt gildi. Þetta átti að liggja fyrir manni, sem stjórnað hefur þeirri hljómsveit, sem frekar en nokkur önnur hefur verið innblástursfyrirbrigði í jazz nútímans. Slíkt átti eftir að lifa sá maður, sem með alla sína öfga hefur sífcllt verið sómi stétt- ar sinnar og þjóðar. Og samt sem áður er meðferðin makleg. Nýlega tók ég dálítið rispað eintak af Columbiaplötunni Don’t Get Around Much Anymore, ásamt eintaki af RCA-plötunni Never No Lament, báðar með Ellington, og iék þær fyrir tvær tylftir af fólki, sem geðjast að jazz og kann skil á tónlist. Það samþykkti nærri einróma, að nýja platan Lament væri miklu betri, bæði radd- setning og kaflavinna, einleikur og tón- hneigð, sem öllu væri áfátt á Anymore og söngur A1 Hibblers þar væri smekklaus. Þá varð ég að sýna það og sanna, að Lament væri nærri tíu ára gömul, eða frá því um vorið 1940, þar sem aftur á móti 16 jazzlLíií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.