Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 21

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 21
Rétt þykir að minnast á hljómsveit þessa fyrir hina sérstæðu hljóðfæraskipun henn- ar, þó að hún hafi dáið útaf fyrir hálfu ári, aðeins tveggja mánaða gömul. Hljómsveitin byrjaði að leika í samkomu- I sal Mjólkurstöðvarinnar um mánaðarmótin október—nóvember í fyrra. Skipun hennar var til að byrja með Eyþór Þorláksson guitar og stjórnandi, Hallur Símonarson bassi, Bragi Einarsson klarinet, Guðmund- ur Steingrímsson trommur og Magnús Pét- ursson píanó. f desemberlok bættist Svavar Gests við með vibrafón og xylófón. Þessi skipun hélst fram til 1. marz, en þá hættu þeir Eyþór og Guðmundur, en þá fór Svavar yfir á trommur og þeir Ólafur Pétursson tenór-saxafón leikari og Guðmundur Vil- bergsson trompetleikari, bættust við, og þannig var hljómsveitin fram á vor, en þá var húsinu lokað eins og ætíð á sumrin og fóru mennirnir þá í sín hvora áttina. Hvað hljómsveit Eyþórs viðvék, þá vakti hún all- mikla athygli fyrir hina sérstæðu, og áður óþekktu hér, hljóðfæraskipun sína. Þetta var fyrsta hljómsveitin hér í hópi hinna stærri, sem ekki var skipuð trompet eða ( saxafónum, og átti það sérstaklega vel við í þessu húsi, því glymjandi er mjög mikill í salnum, jafnvel svo að fólk á innstu borð- unum varð að taka fyrir eyrun þegar hin háværari hljóðfæri léku, eins og veturna, á undan. Eyþór er mörgum kunnui-, sem á- gætur bassaleikari, en guitarinn var nú það hljóðfærið, sem hann byrjaði fyrst að leika á opinberlega, en það var aldrei nema smátíma, því hann tók til við bassann rétt á eftir. Hann lék á bassa í G. O.-quintetin- um, sem Gunnar Ormslev var með veturinn 1946—47. Einnig hefur Eyþór leikið í Hawaii-quartetinum, fyrst á bassa og svo á guitar. Hann útsetti fyrir hljómsveitina, og voru margar útsetninganna mjög góðar. Um gæði hljómsveitarinnar skal ekki farið út í. Meðlimir hennar voru flestir nýliðar. Eyþór eins og áður getur hafði lítið leikið opinberlega á guitar. Hallur hafði aðeins leikið veturinn áður. Bragi hafði leikið lítilsháttar með Bjarna Böðvarssyni. Svav- ar var hreinn byrjandi með sín hljóðfæri, en með sæmilega undirstöðu frá góðum kennara. Guðmundur hafði leikið í tvo vet- ur og Magnús tvo til þrjá vetur á Akur- eyri. Enda var hann bezti maður hljóm- sveitarinnar, og er nú vel á vegi með að verða okkar bezti píanisti. Þetta var fyrsta staðan hans í Reykjavík, eftir að hann fluttist frá Akureyri til að setjast í Tón- Framh. á bls. 26. L

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.