Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 20
Gunnar Ormslev tenór-saxafónleikari í hljómsveit Björns R. og Carl Billich hljóm- sveitarstjóri að Hótel Borg, eru fyrir nokkru orðnir íslenzkir ríkisborgarar, og gengu þegar í Félag ísl. hljóðfæraleikara. Kristján Kristjánsson klarinet- og saxa- fónleikari í hljómsveit Billich, mun (að því er við höfum hlerað) stjórna hljómsveit þeirri, er kemur til með að leika að Röðli, 'og verður sennilega byrjuð þegar blaðið er komið út. f næsta blaði verður sagt frá hverjir leika með honum. • Tage Muller píanóleikari fór með hljóm- sveit sína til Vestmannaeyja og léku þeir á þjóðhátíðinni þar. Fyrr í sumar höfðu hljómsveitir Björns R. og Aage Lorange heimsótt Vestmannaeyjar. Hljómsveit Tage leikur, sem kunnugt er í Ingólfscafe við Hverfisgötu, og svo í Iðnó á laugardags- kvöldum. í henni eru auk Tage, Óskar Cortes altó og klarinet, Adolf Theodórsson tenór, Lárus Jónsson altó og klarinet, John Kleif trompet og Þórhallur Stefánsson trommur. • Bjarni Biiðvarsson fór með hljómsveit norður í land í sumar og léku þeir í flest- um kauptúnum og bæjum norðanlands. Haukur Morthens fór með hljómsveitinni. • Karl Jónatansson tenór-saxafónleikari hefur stjórnað hljómsveitinni í Tivolí í sumar. (Sjá grein á bls. 4—5 í blaðinu). Jóhanna Daníelsdóttir hefur sungið með hljómsveitinni. Snemma í sumar kom út hefti með erlendum danslagatextum, sem Jóhanna valdi og teiknaði hún nokkrar á- gætar myndir í heftið. • Kristján Kristjánsson stjórnaði hljóm- sveitinni er lék í þrjár vikur að Hótel Borg, þegar hljómsveit Carls Billich fór í sumar- ieyfi. Með Kristjáni voru Magnús Péturs- son píanó, Jóhann G. Halldórsson tenór, Hallur Símonarson bassi, Svavar Gests trommur og Höskuldur Þórhallsson tromp- et. Hann og Kristján eru reyndar í hljóm- sveit Billich, en höfðu báðir lokið sumar- leyfum sínum. • öskubuskur eru nú að æfa af kappi áður en skemmtanalífið byrjar fyrir alvöru. Þær eru nú fjórar í stað fimm. Svava Vilbergs- dóttir og Inga Einarsdóttir eru hættar. Þær sem eftir sitja eru Sigrún Jónsdóttir, Mar- grét Hjartar og Sólveig Jóhannsdóttir. Oddný systir Margrétar er sú nýja. AD LIB Framh. af bls. H. þá vitið þið svona nokkurn veginn hvernig gæðin eru. Annars kom mér í hug saga, sem kunn- ingi minn sagði mér. Hann var í Tónlista- skólanum hér og var að taka próf, hann beið eftir að verða prófaður og kunningi hans me ðhonum. Þeir léku báðir á klarinet og meðan þeir biðu, voru þeir að fikta við að leika jazzlagið „Lady be good“. Þá vind- ur sér inn um dyrnar einn kennara þessa mæta skóla og ætlar að göflunum að ganga, jazz — þvílíkt hneyksli, hann tók klarinet kunningja míns og fleygði því út um glugg- ann. Nú leikur sonur þessa umrædda kenn- ara í danshljómsveit hér í bænum og mætti segja mér að hann léki líka „Lady be good“, sennilega lætur gamli maðurinn þetta af- skiptalaust, pilturinn kemur sem sé heim með góðan skilding í vasanum eftir hvern dansleik. Kannski að jazz sé ekki sem verst- ur þegar allt kemur til alls. Nafn þessarar stuttu sögu mætti sennilega heita yfirborðs- mennska. JAZZBLAÐIÐ. Þetta blað er ágúst og september hefti samandregið og stækkað. Lesmál í því hefur aldrei verið eins mikið í neinu hefti og myndir eru einnig mjög margar. Næsta blað kemur út í miðjum október og verða m. a. í því grein um hljómsveit Carls Billiuh. 20 JazdLM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.