Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 11
Ha rmonikusíða n llitstjóri: RRAGI HLIÐBERG. Mig langar til að biðja ritstjóra Harmon- ikusíðunnar að gefa mér upplýsingar um hinn heimskunna harmonikusnilling Thoralf Tollefsen, og birta mynd af honum ef hægt væri. Með fyrirfram þakklæti. Magnús Skarphéðinsson. Ég væri mjög þakklátur ef Harmoniku- siðan gæti birt eitthvað um hinn ágæta jazz-harmonikuleikara Art VanDamme og fleiri bandaríska jazz-harmonikuleikara. Einnig væri skemmtilegt að fá að sjá mynd- ir af þeim. — Bóbó. Svar til M. Skarph. og fíóbó. Ætlunin er að kynna í næstu blöðum þekkta harmonikuleikara og verða þá Toll- efsen og Art VanDamme teknir fyrir svo fljótt sem auðið er. Ég vil byrja á því að þakka ritstjóra blaðsins fyrir að taka upp þá nýbreytni að hafa Harmonikusíðu. — Veit ég að hún mun ná miklum vinsældum, ekki sízt þar sem Bragi Hlíðberg, okkar þekktasti har- monikuleikari.mun sjá um hana, en hann hefur sennilega mest vit á slíkum hlutum. Ég ætla nú ekki að hafa þennan formála lengri og sný nú orðum mínum að Braga og langar að spyrja hann: 1. Hvort hann álíti hnappa- eða píanóharmoniku heppi- legri eða auðveldari fyrir byrjendur? 2. Hvort notaðir séu þrír eða fjórir fingur í bassa? 3. Er harmonika sú, sem Jóhannes Jóhannesson hefur smíðað, ný uppfynding, og er álitið að þannig útbúið borð muni ná vinsældum? Ég þakka fyrirfram svörin. Bjarni. Svar iil fíjarna. I. Þessari spurningu er erfitt að svara í stuttu máli, en ég er þeirrar skoðunar að píanóharmonikur séu bæði auðveldari og heppilegri fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, ekki hvað sízt fyrir þá sök, að píanóharmonikan er lang útbreiddust og þar af leiðandi flest allar nótur skrifaðar fyrir píanóborð. „Krómatíska" fyrirkomu- lagið hefur marga góða kosti, svo sem þann að hægt er að leika tiltekið lag í öllum tóntegundum með tiltölulega litlum breyt- ingum á fingrasetningu. Hins vegar tel ég höfuðókostinn þann, að ekki er hægt að nota þumalfingur nema að mjög takmörk- uðu leyti, sem gerir það að verkum að erfitt er að leika brotna hljóma bundna. Svo og það, að í tónstigum þarf að breyta still- ingu handarinnar, sem óþarft er á píanó- borði. Tækni á píanóborðið krefst að vísu meiri alhliða þjálfunar hægri handarinn- ar, en þegar henni er náð eru möguleik- arnir miklu fleiri og unnt að leika ýmis- legt, sem ókleift er á „krómatískt" hljóm- borð. II. Segja má, að fjórir fingur séu not- aðir, en það fer eftir því hver á í hlut. Pietro Deiro hefur frekar litla hendi og stutta fin'gur, getur þesS vegna ekki notað litla fingurinn, enda er hann aldrei skrif- Frannh. á bls. 13. 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.