Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 5
Hljómsveit Karls: Páll Ólafsson bassi, Amljótur Sigurðsson trommur, Karl Adolfsson klarinet, Þorkell Jóhannesson trompet, Árni ísleifss. píanó og Karl Jónatanss. tenór-sax. sveit þar, meðlimir hennar voru: Jóhannes Þorsteinsson trompet, Karl Karlsson tromm- ur, Héðinn Friðriksson píanó, Karl Jóna- tansson tenór-saxafónn og harmoniku og Karl Adolfsson altó-saxafón, og var þetta fyrsta hljómsveitin er hann lék í, en hann hefur alltaf siðan verið með Karli Jóna- tanssyni í hinum ýmsu hljómsveitum er hann hefur verið með. — Arið 1945 fluttist Karl til Reykjavíkur. Þar byrjaði hann með hljómsveit í Listamannaskálan- um og léku meðal annars tvær stúlkur í hljómsveitinni. Lék hljómsveitin þar í mán- aðartíma, en Karli fannst hún ekki nógu góð og hætti með hana, en Björn R. Einars- son byrjaði þar með hljómsveit er hann hafði nýstofnað og síðan hefur átt miklum og vaxandi vinsældum að fagna. Næstu árin lék Karl í hinum svonefnda „lausa- bissness", en hafði þó fastmyndaða hljóm- sveit er í voru þessir menn: Karl Adolfs- son altó-saxafónn og klarinet, Arnljótur Sigurðsson trommur, Páll Ólafsson bassi og fiðla og einnig altó-saxafónn og Jón Ósk'ar (skáld) Ásmundsson píanó. Með þess- um mönnum lék Karl á ýmsum stöðum m. a. Hveragerði, en þar var Karl búsett- ur um tíma, einnig léku þeir 1947 í Tivoii, er þá hafði nýhafið starfrækslu og annað- ist Karl músikina fyrsta sumarið. En síð- ast liðið vor breytti Karl hljómsveit sinni nokkuð og bætti við nýjum manni og réðst með hana í Tivolí, þar sem hljómsveitin hefur leikið í sumar. Breytingarnar voru þær, að Árni ísleifsson kom í stað Jóns Óskars á píanó og Þorkell Jóhannesson bættist við með trompet. Það er óhætt að slá því föstu, að þetta er bezta hljómsveit er Karl hefur verið með, þó hún beri, eins og fyrri hljómsveitir hans, mest svip hans sjálfs bæði í útsetningum og leik. JunlUd 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.