Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 24

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 24
og unnencla. Með honum voru hinir ágætu jazzleikarar Oscar Pettiford bassisti og Kenny Clark trommuleikari, og í smátíma klarinetleikarinn Buddy DeFranco. Þegar hann byrjaði svo að leika í klúbbn- um „Clique“ var hann orðinn svo eftirsótt- ur, að færri komust að en vildu til að hlusta á hann. Hljómsveit hans er nú skipuð þeim Chuck Waine með guitar, Marjorie Hyams vibrafónn, Denzil Best trommur og John Levy bassi. Eins og nöfnin benda til, eru þetta ailt fyrirmyndar jazzleikarar, enda hefur George hug á að halda hljómsveitinni saman. Bæði Chuck og Marjorie syngja, og allir í hljómsveitinni útsetja svo að ekki stendur það fyrir þrifum. Viðfangsefnið er eingöngu Be-bop lög með einum og einum vandvirknislega útsettum fox-trot. Uppáhalds jazzleikarar George eru að sjálfsögðu Be-bop leikararnir Dizzy Gill- espie og Charlie Parker, að ógleymdum Lennie Tristano. Honum finnst trommuleik- arinn Max Roach afar góður, og segist hann varla geta hlustað á swing trommuleik- ara með sín hundleiðinlegu fjögurra bassa, trommuhögg í takti, eftir að hafa hlustað á Max og fleiri Be-bop trommara. Tatum er enn í uppáhaldi hjá George og eins hinn sívinsæli Benny Goodman. Af útsetjurum finnst honum mest koma til þeirra Eddie Sauter og Sy Oliver. En úr hópi tónskáld- anna velur hann sér hina klassísku, Delius og J. S. Bach.'En hann leikur oft og tíð- um klassíska músik og þó hann sé ef til vill ekki eini píanóleikarinn, sem leikur allt frá Bach til Be-bop, þá er hann áreiðan- lega sá eini, sem gerir hvoru tveggja óað- finnanlega. Hann hefur aðeins dvalið í Bandaríkjunum, heimalandi jazzins, í tvö ár, en er þegar orðinn einn bezti píanóleik- aiinn þar. Og hugsið ykkur að hann skort- ir, það sem flestallir hinna hafa og sem svo miklu máli hlýtur að skipta, sjónina. S. G. Jazzhátíðin Framh. af bls. 15. saxafónleikari voru með sín hvora franska hljómsveitina. Þar var með einn bezti jazz- leikari Frakka, trompetleikarinn Aimc Barelli. Belgíski guitarleikarinn og munn- hörpuleikarinn Toots Thielemans vakti mikla eftirtekt. Hann er kominn á samning hjá Benny Goodman (er sagt) og byrjar sennilega með hljómsveitinni í haust. Og að lokum svissneski vibrafónleikarinn Hazy Ostei’wald. Hátíðin fór í alla staði vel fram, og hef- ur gert mikið til að kynna jazzinn út á við og svo jazzleikarana sjálfa innbyrðis. Þetta er annað árið eftir stríð, er hátíð sem þessi fer fram og stendur til að hún verði á hverju ári. Hvenær skyldum við eiga hljóm- sveit þarna? — S. G. Ellington Framh. af bls. 17. er það, að Ellington hefur alls ekki næg fjárráð. Hann hefur alla ævi verið eyðslu- samur og veitt féstuðning fjölda fólks. Mér er þó ókunnugt um, að hve miklu leyti pen- ingaþröngin veldur því, að hann heldur á- fram með hljómsveitina, eftir að komið er í þetta óefni. Þess vegna legg ég til að þeir, sem mest hafa hagnast af tónlistinni, greiði Elling- ton afborgun af skuld þeirri, sem þeir standa í við hann, skjóti saman 25 þúsund dollurum og fái honum í ársleyfi, geri hon- um síðan kleift að snúa sér að því, sem hugur hans helzt stendur til. Slík^ upphæð er lítilfjörleg til móts við það innlegg, sem koma myndi frá Ellington, ef hann fengi tækifæri til að komast á kjöl aftur. Ef hann heldur áfram í sama horfi og nú er, munu bæði tekjurnar og frægðin hrynja með hverju ári sem líður. Með hvérju ári mun nokkuð af þeirri list, sem verið hefur sómi þjóðarinnar, lælcka í virð- ingu. Það langar engan til að horfa á Ell- ington lækka í réttan og sléttan danshljóm- sveitarstjóra. Það er talsvert í húfi að draga sig í hlé um sinn. 24 JazdUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.