Jazzblaðið - 01.09.1950, Qupperneq 8
í stað og „slegið öllu við“ ...“. Þetta
var í gagnrýni um plötuna „Dinah“/
„Once in a while“, leikinni af Reinhold
Svensson kvintettinum.
Nokkrir negrar hafa verið hér og
leikið með sænskum hljómsveitum. —
Peanuts Holland, Tyree Glenn, Jimmy
Woode, Rex Stewart, Vernon Story, Ted
Curry og James Moody eru þeir, sem
ég man eftir í svipinn.
É'g ætla að telja upp nokkrar plötur,
þar sem erlendir hljóðfæraleikarar hafa
leikið með:
Fjórar hliðar með Rex Stewart: „Boy
meets horn“, „Waiting for the train
to come in“, „Run to the corner“ og
„Basin street blues“.
Sex hliðar með Chubby Jackson:
„Crown pilot“, „Lemon drop“, „Begin
the beguine", „Boomsoe“ og „Dee Dee’s
dance“.
Zoot Sims: „Yellow duck“, „Amer-
ican in Sweden“, „All the things you
are“ og „Tickle toe“.
Að lokum ætla ég að leyfa mér að
skýra frá hvaða jazzviðburður hefur
hrifið mig mest undanfarið. Ég er ekki
í neinum vafa um að það voru hljóm-
leikar Armstrong, þar sem Teagarden
og Hines „stálu hljómleikunum“, með
sinni alkunnu leikni og síðan hljóm-
leikarnir, sem Duke Ellington lék með
öllum sínum prýðilegu mönnum að við-
bættum Don Byas, sem stóð sig ágæt-
lega með Duke. Auk þess notaði Duke
tvo trommuleikara í einu, og var það
tilraun, sem ekki hefur verið reynd
áður, en heppnaðist prýðilega, þar sem
hún var framkvæmd af smekkvísi.
Eins og er þurfum við jazzvinir í Sví-
þjóð engu að kvíða. Og vildi ég óska
jafn góðra daga öllum öðrum löndum,
sérstaklega þar sem ég veit að jazz-
tónlistin getur, og hefur þegar, bundið
menn tryggðarböndum úr hinum ólík-
ustu löndum heims. Enda er jazztón-
listin að verða alþjóðatónlist.
Eða hvað fínnst ykkur!
Nýlega er komin út bók frá Metro-
nome í New York og nefnist hún Jazz
1950. Bók þessi er hin vandaðasta sinn-
ar tegundar og eru í henni fjöldi ágætra
greina um jazz og jazzleikara. Margar
myndir prýða bókina og eru nokkrar
þein-a teknar af ljósmyndaranum Her-
man Leonard, og væri aðeins ein þeirra
nóg til þess að maður keypti bók þessa,
slíkar afburða myndir eru þetta. Bókin
er 104 blaðsíður og prentuð á betri
pappir en nokkur íslenzkur bókaútgef-
andi gæti látið sig dreyma um. Verð
hennar er 1 dollar og fæst hún hjá
flestum bóksölum (í USA).
Danslagatextar, eftir Theódór Einars-
son, heitir lítil bók, sem fyrir nokkrum
vikum er komin út hér á landi. Margt er
þarna ágætra texta, enda ku hér vera
á ferðinni alvanur textasmiður. Sá gall-
inn er þó á, að margir þessara texta
stemma ekki nærri því nógu vel við lög
þau, sem tilgreind eru og þar með verða
þeir verðlausir. Einnig hefði prófarka-
lestur bókarinnar mátt vera betri, því
að á hverri einustu síðu er ein eða
fleiri villur. Myndin framan á bókinni
er af EF kvintettinum á Akranesi, og
er hún mjög skýr og góð. Bókin kostar
4 krónur.
Nýjar bækur
8 jazzlUit