Jazzblaðið - 01.09.1950, Síða 12

Jazzblaðið - 01.09.1950, Síða 12
Hinn heimsfrægi ameríski söngkvart- ett The Delta Rhythm Boys hafa vakið mikla athygli á útiskammtistaðnum „Nöjesfáltet" í Stokkhólmi, þar sem þeir hafa verið í rúma tvo mánuði. Þessi frægi kvartett saman stendur af Carl Jones, fyrsta tenór og útsetjara, Traverse Crawford öðrum tenór, Kel- sey Pharr barytón, Lee Gaines bassa og René DeKnight píanóleikara og út- setjara. Þeim hefur verið ákaflega vel fagnað hér og hafa áheyrendur aldrei sleppt þeim af sviðinu fyrr en að loknum mörgum aukalögum. Allir eru þeir hinir skemmtilegustu, og sagði Carl Jones, sá sem ég ræddi aðallega við, margt skemmtilegt um R A H T Y L T jazzlífið í Bandaríkjunum. Hann sagði m. a.: „1 dag er Dixieland-jazzinn aftur að ryðja sér til rúms meðal hljóðfæraleik- ara. Meira að segja Be-bop leikararnir eru teknir til við hann, og ástandið er harla óskemmtilegt". ,,Já“, sagði ég, „sennilega þurfa þeir gott ár til að skipta um stíl, ef þeir þá geta það“. „Satt segirðu", hélt hann áfram, „en ég hef gaman af Dixieland hljóm- sveitunum hér í Svíþjóð". „Nú ?‘“ „Já, og einnig þeim með nýja stílinn. Ég get bætt því hér við, að á hljómleik- um okkar erum við jafnan mið hið nýrra, en ekki alltaf með þetta sama gamla, en fólkið virðist helzt óska eftir því eldra, svo að við verðum að syngja mikið af slíku. Eitt af uppáhaldslögum fólksins, sem við syngjum er „Take the A train“. Síðan hélt hann áfram. „Skil- aðu kveðju okkar til íslands og viltu gjöra svo vel að senda okkur eintak af því hefti Jazzblaðsins, sem greinin um okkur kemur í“. Ég skila hér með kveðjunni, og veit að ritstjórinn mun sjá um að þeir fái blaðið. Benny Aaslund. ■ 12 ^azzlUií

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.