Jazzblaðið - 01.09.1950, Síða 17

Jazzblaðið - 01.09.1950, Síða 17
Bandaríkin. ★ Maynard Fevguson, kanadíski trom- petleikarinn, sem vakti heimsathygli meðal jazzáhugamanna fyrir hinn af- burða góða trompetleik sinn með hljóm- sveit Stan Kenton á síðasta hljómleika- ferðalagi hennar, er nú að stofna eigin hljómsveit og mun framkvæmdarstjóri Kenton vera hjá Ferguson. Maynard Ferguson hefur leikið í Bandarikjunum í rúmt ár og hefur leikur hans vakið fádæma eftirtekt. Enginn annar trom- petleikari er sagður geta leikið jafn hátt á trompetinn, en samt hreint og óþvingað, og hann. hljómsveit. Þeir, sem léku með honum voru J. J. Johnson trombón, Leo Parker baritón, Milton Jackson vibrafón, Bud Powell píanó, Gene Ramey bassi og Max Roach trommur. Þetta eru allt fremstu Be-bop leikararnir hver á sitt hljóðfæri. ★ Woody Herman hljómsveitin nýja er nú að æfast saman og búast menn við miklu af henni. Sænski trompetleikar- inn Rolf Erickson er með hljómsveit- inni og er þetta stærsta tækifærið, sem hann hefur fengið siðan hann fór til U. S. A. ★ Dizzy Gillespie hefur nú loksins orð- ið að leggja niður stóru hljómsveitina sína, þar sem hann gat ekki lengur fengið vinnu fyrir hana. Leitt er til þess að vita, því að þetta er ein bezta hljómsveitin, sem hann hefur haft síð- an hann byrjaði með stóra hljómsveit fyrir fjórum árum. Hann leikur nú í sex manna hljómsveit og býst við að bnrfa að gera það fyrst um sinn. ★ Miles Davis trompetleikari, sem ver- iö hefur eitt stærsta nafnið í hópi Be- bop leikara undanfarið ár hefur ný- lega verið með sannkallaða stjörnu ★ Leo Watson lézt fyrir nokkru í Los Angeles, 52 ára gamall. Leo söng fyrr á árum með The Five Spirits of Rhythm og eins með hljómsveit Gene Krupa 1938. Ennfremur lék hann á trombón og trommur. ★ Teddy Wilson hefur undanfarið ver- ið með litla hljómsveit á Café Society í New York, og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár, sem hann leikur í nætur- klúbb. Hann hefur aðallega fengizt við kennslu, leikið inn á plötur og í útvai'p og örsjaldan á hljómleikum. SanlUit 17

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.