Jazzblaðið - 01.02.1951, Qupperneq 15

Jazzblaðið - 01.02.1951, Qupperneq 15
FRÉTTARITARI BLAÐSINS RÆÐIR VIÐ HINN HEIMSFRÆGA JAZZLEIKARA Charlie Parkér hélt hljómleika í Sví- þjóð í nóvembeiiok og voru fyrstu hljómleikarnir í „Konserthuset“ í Stokk- hólmi. Hljómleikarnir tókust sérstaklega vel en á þeim léku m. a. nokkrir fremstu jazzleikarar Sviþjóðar með þeim Charlie Parker og Roy Eldridge, samlanda Parkers, sem var einnig með i þessari hljómleikaför. Eftir hljómleikana hélt „Stockholms Jazzclub" þeim Parker og Eldridge sam- sæti, sem tókst sérstaklega vel. Allir voru „í stuði“, og var jam-session fram undir morgun. Var leikur Charlie þar eitt það bezta, sem frá honum hefur heyrzt. Eldridge lék ýmist á trompet eða trommur og stóð sig mjög vel á hvoru tveggja. Charlie Parker er hinn viðfeldnasti í samræðum. Hann er mjög víðsýnn og hefur mikla kímnigáfu. Hann sagði mér, að hann hefði byrj- að að leika á saxófón árið 1935. „Ég hef aldrei leikið neitt nema bop“, sagði hann, „og hef ekki hugsað mér að leika neitt annað. Ég reyndi eitt sinn við Dixieland jazz, en án árangurs. ■— Sumir halda, að ég sé að gera að gamni mínu, þegar ég segi að mér þyki gaman að hlusta á Sidney Bechet. En mér þykir \ Benny Aslund t. v. og Carl-Erik Lindgren ritstj. sænsks jazzblaðs sýna Charlie Parker cintak aí Jazzblaðinu og virðist hann ekki eiga gott með að átta sig á íslenzkunni. JazMaíií 15

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.