Jazzblaðið - 01.12.1951, Síða 10

Jazzblaðið - 01.12.1951, Síða 10
Í5LENZKIR HLJDÐFÆRALEIKARAR Jón (bassi) Sigurðsson Eitt yngsta hljóðfærið í danshljóm- sveitum hér á landi er kontrabassinn. Nokkrir menn voru að vísu, sem léku á bassa í hinum eldri danshljómsveitum, en það fór aldrei mikið fyrir þeim, enda varla miðlungsmenn á hljóðfærið. Það var ekki fyrr en á árinu 1946, þegar Einar B. Waage byrjaði að kenna hér á bassa, eftir að hafa verið við nám í U. S. A., sem nýir menn fóru að reyna við hljóðfærið, og þá ekki sem auka- hljóðfæri eins og allir hinna eldri, held- ur sem aðalhljóðfæri. Fyrstu nemendur Einars B. Waage voru þeir Hallur Sím- onarson, Axel Kristjánsson og sennilega einn eða tveir í viðbót, sem gáfust upp. Þeir Hallur og Axel fóru brátt að leika á bassa með hljómsveitum, en sá bassa- leikarinn, sem mest hefur borið á í seinni tíð er nokkuð yngri en þeir Hallur og Axel, þ. e. a. s. Jón Sigurðsson, sem nú leikur í hljómsveit Björns R. Einars- sonar. Jón var farinn að leika lítilsháttar á guitar fimmtán ára gamall, 1947. Hann hafði mikinn áhuga fyrir tónlist og var búinn að biðja móður sína um leyfi til að fara á tónlistarskólann, þegar hann byrjaði næsta haust. En ekki vissi hann enn hvaða hljóðfæri hann ætlaði að læra á. Hann réðist „á síld“ um sumarið og hlustaði hann á alla tónlist, er útvarpið flutti, en oft var „skipperinn" að nota talstöðina til sinna erinda, svo að ekki voru of mörg tækifæri til að hlusta. Þegar eitt slíkt tækifæri gafst heyrði hann plötu, þar sem aðaleinleikarinn var bassaleikari. Þá ákvað hann strax að læra á bassa. Síðar kom í ljós, að plata sú, er hann heyrði var „One bass hit“, með Dizzy Gillespie hljómsveitinni og Ray Brown sem bassaleikara. Jón hóf nám á bassa hjá Einari strax um haustið, og ekki hafði hann fengizt við bassaleik lengi, þegar hann byrjaði að leika fyrir dansi. Var hann í „lausa- bissness" með Árna ísleifs píanóleikara og fleirum þennan vetur. Þegar Tívoli byrjaði næsta sumar, fór hann til Jan Morávek, þar sem hann segist hafa lært sérstaklega mikið. Ennfremur segir hann, að það sumar hafi verið skemmti- legasta tímabil hans við hljóðfæraleik- inn, enn sem komið er, bætti hann svo við. — Jón er nefnilega ekki nema 19 ára gamall, svo að hann á eflaust eftir að leika víða enn. Hann fæddist 14. marz 1932 á Þingeyri í Dýrafirði. Til Reykjavíkur fluttist hann 11 ára gamall. Haustið 1948 byrjaði hann í hljóm- sveit Jóhanns G. Halldórssonar í Góð- templarahúsinu, og var hann þar áfram, er Jan Morávek tók við hljómsveitinni nokkru síðar. Hann lék í Góðtemplara- húsinu í eitt og hálft ár, eða fram í ágúst 1950, en þá fór hann til Baldurs Kristjánssonar í Tívolí. Þar var hann þó aðeins í nokkrar vikur, en í nóvem- ber fór hann til Björns R. Einarssonar, þar sem hann leikur nú. Jón hefur auk þessa leikið í þeim stóru hljómsveitum, er komið hafa fram á hljómleikum hér undanfarin tvö ár. Hann hefur manna oftast leikið á jam- 10 ^azzlUií

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.