Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 24

Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 24
„FJOGURRA —LAUFA —JAZZ" Eftir Nils Jacob Jacobsen. Fyrir mörgum árum, ég held að það hafi verið á hinu svokallaða „Gullna- Swing-tímabili“, á árunum 1934—41, var lítill hópur jazzáhugamanna og jazz- hljóðfæraleikara hér í Osló, sem hlustaði á hinn fallega tenórleik Choo heitins Berry, hrífandi trompetleik Roy „Little Jazz“ Eldridge, ljómandi leik píanóleik- arans Teddy Wilson og „The King of the Swing“ Benny Goodman. Þessi hópur jazzáhugamanna hlustaði einnig á jazzleikara eins og Benny Carter, Gene Krupa, Louis Armstrong, Cozy Cole, Art Tatum, Earl Hines, Ben NILS JACOB JACOBSEN hefur skrlfað grein þá, er hér birtist. Jacobsen er kunnur jazzáhugamaður og hafa birzt greinar eftir hann í músik- blöðum viða um heim. Þó að jazzlíf hafi ekki verið mikið í Noregi, hefur Jacobsen og félögum hans tekizt að halda saman klúbbi sínum, þar sem þeir kynna jazz þann, sem þeir kalla „fjög- urra-laufa-jazz". Ekki eru allir komnír til með að segja, að nokkurt vit sé i, að taka nokkurn jazzieikara eða visst tíma- bil jazzins og kalla það einhverju nafni, hvort sem menn láta það heita Dixie- land eða Be-bop, sem okkur er þegar kunnugt eða þá „Fjögurra-laufa-jazz", sem þessir norsku jazzáhugamenn vilja lnnleiða, hver veit nema þeim takist það, og hver veit nema þeim takist það alls ekki. En engum tekst að selja sína vöru með þvl að niðurlægja þá næstu elns og Jacobsen gerir í grein sinni og vill þvi ritstjóri blaðsins láta þess getlð, að skoðanir, sem kunna að koma fram í aðsendum greinum, sem birtast í blað- inu, eru ekki alltaf í samræmi við skoð- anir ritstjórans. En að birta ekkert ann- að en það, sem hann einn (ritstj.) féllist á, væri hæpin blaðamennska. Webster, að ógleymdum söngkonunum Billie Holiday, Ellu Fitzgerald og öðrum, er heyra undir þetta tímabil. Meðlimir „Fjögurra-laufa-smára-jazz- klúbbsins" komust að raun um, að þegar Choo Berry, Teddy Wilson, Roy Eld- ridge, Benny Goodman og Gene Krupa léku saman, þá framkölluðu þeir eitt- hvað, sem var alveg sérstakt í jazzinum, sannkallaðan jazz með swing-takti, „2—4 laufa takt“, og klúbburinn nefndi þetta „Fjögurra-laufa-jazz“, eftir þessum snillingum, fjögurra-laufa-smáranum í jazzinum, þeim Choo, Teddy, Roy og Benny. Allt lék í lindi á þessu swing-tímabili. Plötur með Goodman, tríói, kvartett og sextett. Plötur með Choo Berry, Roy Eldridge og Teddy Wilson og plöt- ur með fjögurra-laufa-jazzsnillingunum saman eða með eigin hljómsveitum. — Þetta var eitt bezta og skemmtilegasta tímabil í sögu jazzins. En árið 1940 kom — eins og f jandinn úr sauðarleggnum — nýtt fyrirbrigði fram á sviðið og orsak- aði hræðilegum glundroða. Þessi nýja tegund músíkar, sem fékk nafnið Be- bop, læddist aftan að jazzinum eins og drepsótt, og drepsótt hefur hún svo sannnarlega verið í garð hins sanna og góða jazz. Við höfum lengi beðið eftir andláti þessa hryllilega fyrirbrigðis, Be-bop eða „Cool-jazz, sem var kynnt af annars- flokks jazzleikurum. Við getum ekki bet- ur séð, en að þetta hafi allt byrjað vegna þess, að þessir annarsflokks jazzleik- 24 $azzt>taíiá

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.