Jazzblaðið - 01.12.1951, Síða 26

Jazzblaðið - 01.12.1951, Síða 26
HljómsveitarumsÖgn 4: Hljómsveit Aage Lorange Nei, þetta er ekki nærri nógu gott hjá hljómsveit, sem hefur verið skipuð sömu mönnum að heita má frá 1946 og verið í Stöðugri vinnu. Eiginn stíll? Nei, alls ekki. Jafnvel valsar, tangóar (með fiðlum) og sömbur, rúmbur <með alls konar Latin-American græjum) er mesta háð- ung. Aage Lorange hljómsveitin hefur lif- að á völsum og tangóum (álit aimenn- ings!) síðan hún byrjaði í Sjálfstæðis- húsinu fyrir hér um bil sex árum. Einar B. Waage og Ólafur Pétursson settu þá í byrjun svip sinn á hina mjög svo „comercial“ danshljómsveit Sjálfstæðis- hússins, hljómsv. Aage Lorange, stjórn- andi Þorvaldur Steingrímsson, nótna- innkaup: Póul Bernburg, og minni spámennirnir, Skafti Sigþórsson og Jóans Dagbjarsson, ráku lestina. Eftir stutt starf haltraðist Einar B. Waage úr lestihni, sex menn voru eftir, þynnri hljómur. Og svo eftir all langan tíma fellur Ólafur Pétursson einnig úr skaftinu. Þetta var mikið áfall fyrir hljómsveitina, því að þarna breyttist þunni hljómurinn í leiðinlegri en engan hljóm, þar sem Jóhann nokkur Gunnar Halldórsson kom inn í hljómsveitina. Svo löngu seinna, eða 1951, kemur kreppan og það eru ekki not fyrir Skafta Sigþórsson lengur, en bíðið við, nú fá- um við hljóðfæraskipan, sem hægt er að gera mikið með, ef mehn kæra sig um: klarinet, harmonika, trompet (dempað- ur), píanó og trommur. En nú væri gam- an að hafa bassann líka með. Þá erum við loksins komin að hinni núverandi hljóðfæraskipan hljómsveitar Aage Lorange. Að vísu geta þeir haft meiri fjöl- breyttni, t. d. trompet, altó (eða klar.), og tenór ásamt rhythmanum, en samt sem áður er sú fyrrnefnda eflaust sú léttasta og skemmtilegasta í þessu til- felli, og ættu þeir að notfæra sér það meira. En það þarf nákvæmar og vel gerðar útsetningar til þess að það njóti sín. Það þýðir lítið að vera að burðast með enskar tveggja til þriggja shillinga ,,stock“ útsetningar allan tímann, eins og það hefur verið frá stofnun hljóm- sveitarinnar. Er óhætt að segja, að ekki hafi heyrzt ein „special" útsetning frá þessari hljómsveit (að undanskyldum „Indian love call“ og „Clarinet takes a lead“, sem reyndar eru ,,stock-specials“). Þorvaldur Steingrímsson er fyrsta flokks hljóðfæraleikari. Sem fiðluleikari stendur hann í fremstu röð, en aftur á móti hefur hann ekki fylgzt nógu vel með tímanum og notfærir sér ekki nýj- ar fraseringar. Stíll hans á klarinet og altó tilheyrir miklu fremur árunum fyrir 1940, en eftir 1950. Jónas Dagbjartsson er í stöðugum upp- gangi sem trompetleikari. Hann hefur góðan jazz-„feeling“, en hefur ekki lagt nógu mikla rækt við að þroska hann. Framhald á bls. 40. 26 jazztfaiÍ

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.