Jazzblaðið - 01.12.1951, Qupperneq 34

Jazzblaðið - 01.12.1951, Qupperneq 34
Rabbað við Hauk Morihens „Hver einasti maður í hljómsveitinni er í sóló, þegar þeir eiga að leika undir söng“, sagði Haukur Morthens, þegar ég spurði hann hvernig honum findist að syngja með hljómsveitum bæjarins. „Þeir gera sér alls ekki grein fyrir“, bætti hann svo við, „að það er fyrst og fremst söngvarinn (eða söngkonan), er mestu máli skiptir, þegar lag er sungið og á hljómsveitin þá að vera aukaatriðið. Hún á náttúrlega að aðstoða söngvar- ann, það gera þær misjafnlega vel, en, að hún eigi að yfirgnæfa hann eins og oft vill verða, er hreinasta firra“. Þannig fórust Hauki orð, þegar ég ræddi við hann fyrir nokkru. Haukur hefur sungið í rúmlega fimm ár, og er hann einn allra vinsælasti skemmti- kraftur hér á landi. Hann hefur sungið með öllum hljómsveitum bæjarins, og það sem hann segir hér að framan, er ekki tekið úr lausu lofti, heldur sagt af þekkingu og reynslu. Ennfremur sagði Haukur, að hljóðfæraleikararnir gerðu allt of lítið af því að syngja með, annað hvort raddað eða „púa“ undir, hvort sem hann eða aðrir syngju með hljómsveit- unum. „Þetta kostar náttúrlega auka- æfingar“, sagði hann, „sem hljóðfæra- leikararnir fengju ekkert borgað fyrir, en það myndi skapa mikla tilbreytingu og auka hljómsveitinni vinsældir". Ég spurði Hauk um álit hans hans á þeim íslenzkum danslögum, er fram hafa komið undanfarið, bæði í keppnum SKT og víðar. „Þetta eru margt fyrirtaks lög, en ekki öll nógu góð til söngs, þó að það megi leika þau skemmtilega. Af þeim íslenzku lögum, sem ég hef sungið, líkar mér bezt við „Stjarna lífs míns“, eftir Valdi- mar Auðunsson. Annars eru mörg dans- laga þeirra, er voru sungin hér fyrir all- mörgum árum, alveg skínandi góð, t. d. lög Olivers Guðmundssonar, svo að ein- hver séu nefnd. Væri gaman að koma þessum Iögum á framfæri aftur, ég er vis um að þau mundu falla í góðan jarð- veg“. En hvað geturðu sagt mér af þeim er- lendu danslögum, er hingað hafa borizt? Og hvernig líkar þér við þau? „Þau eru náttúrlega misjöfn eins og annað, en mörg eru mjög falleg. Ég tel ástæðulaust að nefna nein nöfn í því 34 faUJá

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.