Jazzblaðið - 01.12.1951, Qupperneq 36

Jazzblaðið - 01.12.1951, Qupperneq 36
BANDARÍKIN J> JIMMY YANCEY, einn af upphafsmönnum Boogie-woogie lézt í Chícago síðast í septem- ber. — Hann var fyrir löngu hættur að leika, en var á sín- um tima mjög þekktur og ætíð talinn i hópi brauðryðjenda jazzins. J RED NORVO trióið hefur nú leikið i New York í nokkra mánuöi og hlýtur eindæma góða gagnrýni. Þeir eru ný- lega farnir að leika í þekktum sjónvarpsþætti. Charlie Min- gus bassaleikari tríósins er ný- lega hættur og hafði Norvo ekki ráðið neinn endanlega, þegar síðast fréttist. J1 BENNY CARTER altó- saxófón- og trompetleikari hef- ur stofnað sextett, og eru eftir- farandi jazzleikarar með hon- um: Wardell Gray, tenór; Herb Mullins, trombón; Ernie Preeman, píanó; Harry Baba- sin, bassi og George Jenkins trommur. J> KING COLE trióið, eða öllu heldur kvartettinn, er nú alveg búið að vera. Þegar að Irving Ashby og Joe Comjort hœttu tyrir nokkrum vikum, réði Cole John Collins guitar- leikara til sín, en nokkru síð- ar lagði hann hljómsveitina niður og kemur Cole nú að- eins fram sem söngvari. J RUSS PHILLIFS, hvítur trombónleikari tók sæti Jack Teagarden hjá Armstrong. Það var ennfremur hvitúr jazz- leikari, sem tók sæti bassaleik- arans Arwell Shaw. — Hann heitir Dale Jones. Ef Barney Bigard hættir og síðan píanó- leikarinn Earl Hines, eins og jafnvel stendur til, þá er eng- inn eftir úr „All-star“ hljóm- sv. þeirri, er Armstrong stofn- aðl fyrir fjórum árum. J OSCAR MOORE guitarl., sem lék með King Cole í mörg árí hefur nýlega ráðist til Oscar Peterson, píanóleikarans kanadiska, og ætla þeir, ásaipt, bassaleikaranum Ray Brown, að reyna að halda saman tríói. Ef þetta tekst, spá marg- ir því, að tríó þetta muni taka við af King Cole tríóinu i skemmtanalífinu. J JACK TEAGARDEN trom- bón-leikari er hœttur í „All- star" hljómsveit Louis Arm- strong og hefur stofnað litla hljómsveit. Hjá honum eru bróðir hans, Charlie, á trom- pet, Jess Stacey, píanó; Ray Bauduc, trommur, og Bud Hatch á bassa. Klarinetleik- ari háfði ekki verið ráðinn, en ekki var loku skotið fyrir það, að Barney Bigard mundi hœtta hjá Armstrong og koma til Teagarden. J> STAN GETZ tenór-saxó- fónleikari hefur undanfarið verið með mjög góðan kvint- ett skipaðan þeim A1 Haig á píanó. Tiny Kahn, trommur; Curley Russell bassa og Jimmy Rancey guitar. J1 RAY McKINLEY trommu- leikari, sem stjómað hefur ágœtri jazzhljómsveit i nokk- ur undanfarin ár, hefur nú lagt hljómsveitarstjórn á hilluna og hefur ráðizt sem trommuleikari í hljómsveit Tommy Dorsey. J RED RODNEY, hinn ágæti Bop-trompetisti hefur undan- farið verið með litla hljóm- sveit. Með honum eru m.a. efnilegur altóisti að nafni Jimmy Ford og Bonnie Wetzel á bassa. Hún er er ekkja trom- petleikarans Ray Wetzel. Lék hún m.a. hjá Tommy Dorsey fyrir nokkru. J UFFE BAADH, eða Frank Bode eins og hann kallar sig I Bandarikjunum, giftist ný- lega. Uffe er danskur eins og kunnugt er, en hefur dvalið í USA í nokkur ár. Hann fékk nýlega tilboð frá Woody Her- man um að leika í hljómsveit hans, en tók því ekki vegna ferðalaga hljómsveitarinnar. J TVEIR SYNIR Fats sáluga Waller eru nýlega farnir að leika með hljómsveitum. Mau- rice leikur á píanó en Ronald á tenór-saxófón. — Ef músik gengur í erfðir, þá ætti pilt- unum að vera borgið. J BILLBOARD, Bandarískt tímarit um skemmtikrafta, lét svokallaða „Disc-jockeys“ — (menn, sem stjórna þáttum, þar. sem plötur eru kynntar við útvarpsstöðvar) — kjósa um vinsældir hljómsveita fyr- ir nokkru. George Shearing kvintettinn varð fremstur af litlum hljómsveium, þar næst komu Three Suns, King Cole, Art VanDamme og Benny Goodman sextett. Ray Ant- hony var kosin vinsælasta hljómsv., Perry Como söngvar- inn og Doris Day söngkonan. J NAT PIERCY, píanóleik- ari og hljómsveitarstjóri frá Boston hefur nýlega verið ráð- inn sem píanisti til Woody Herman. Nat er einhver hinn 36 ^azzíUlÍ

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.