Jazzblaðið - 01.12.1952, Síða 5

Jazzblaðið - 01.12.1952, Síða 5
Um hingaðkomu Marie Bryant og Mike McKenzie Það er skammt stórra högga á m?lli í innflutningi Jazzklúbbsins á erlendum jazz-snillingum. Aðeins sjö vikum eftir að hinni mikli meistari Ronnie Scott lék hér, voru komnir tveir aörir listamenn. Ameríska söngkonan Marie Bryant og brezki píanóleikarinn Mike McKenzie. Þau Marie og Mike komu fram á þrem- ur hljómleikum í Reykjavík og auk þess á dansleikjum á Selfossi og í Sandgerði og í Reykjavík. Þessa listamanna var allítarlega getið í síðasta hefti og skal ekki vikið nánar að þeim hér, nema að því er viðkom hljómleikum þeirra hér á landi. Eins og kunnugt er, þá söng Marie Bryant á sínum tíma með hljómsveit Duke Ellington, svo að það var fengin vissa fyrir því, að hér var meira en meðal mannoskja á ferðinni. Enda kom það á daginn, þegar hún söng á fyrstu hljómleikunum. Rödd hennar er ekki mjög m-'kil, en hún beytir henni sérlega vel og „fraserar“ einkar skemmtilega. Minnir söngur hennar talsvert mikið á hinn hása söng Louise Armstrong, enda segist Marie hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá honum. Tekst henni lang bezt upp í gamalkunnum jazzlögum eins og „Sunny side“, „Basin street“ og einn- ig var söngur hennar í laginu „Easy street“ sérlega fallegur. Með hinni skemmtilegu sviðframkomu sinni og dá- samlegum söng vann Marie Bryant hjörtu, ég held ég megi segja, allra ís- lenzkra áheyrenda er á hljómleikunum voru. Munu þeir seint \ leyma þessari Ljðsm.: Gestur viðkunnanlegu söngkonu. Aðalundirleikari Marie Bryant á hljómleikunum var píanóleikarinn Mike McKenzie, sem um nokkurra mánaða skeið hefur komið fram með Marie á hljómleikum víða í Englandi. — Mike reyndist afburða góður undirleikari og kom það jafnvel enn betur fram, þegar hann lék undir söng sjálf sín, en eins og Marie söng hann einnig. Söngur hans minnir óneitanlega mikið á King Cole, enda söng hann flest þeirra laga, sem Cole hefur sungið undanfarið og gert fræg. Lög eins og „Somewhere along the way“, „Walking my baby back home“, „Lillette" og fleiri. -— Sjaldan fannst mér þó Mike stæla King Cole, rödd hans var allt önnur, heldur gróf- ari og mun meiri. Píanóleikur Mike sem sólóista var hvergi nærri eins góður og söngur hans. Tækni hans og kunnátta er mjög mikil, t. d. var ásláttur hans mjög kröftugur. Sólóar hans voru hins vegar ekki meira en í meðallagi. Við- kunnanlegar, en ekkert sérstakt. Hins vegar tókst honum miklu betur, þegar hann lék lög í „Latin-American”-stíl, þ. e. a. s. það sem skilgreina mætti sem samba og rhumbu-stíl. En sú tegund af músik er alls ráðandi í Suður-Amer- íku, og þaðan er Mike einmitt. — Á ^azzlUií 5

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.