Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.12.1952, Blaðsíða 14
gaum. — Ti'ommuleikarar með stórum hljómsveitum eru upp og niður, en þar ber þó af Jack Parnell, og síðan Phil Seaman, sem er einmitt trommuleik- arinn í Parnell hljómsveitinni. Leikur hans er afburða góður og er Phil að margra dómi sagður bezti trommuleik- ari Englands í stórri hljómsveit. Dill Jones. Ef til vill hef ég eytt of miklu rúmi í að skýra frá trommuleikurum, en mér verður það af skiljanlegum ástæðum vonandi fyrirgefið. Svo að ég snúi mér að bassaleikurunum, þá eru þeir yfir- leitt lélegir. Þeir sem helzt komu til greina voru Lennie Bush og Sammy Stokes. Lennie lék með Tommy Whittle og Stokes með Parnell. Að sjálfsögðu er ekki þar með sagt, að mér hafi gefist kostur á að heyra til allra enskra bassa- leikara, en þessir tveir voru af öllum sagðir þeir fremstu. Ég er nærri þvi viss um, að þeir mundi báðir selja hljóð- færin, ef þeir heyrðu í Jóni okkar Sig- urðssyni, svo miklu fremri er hann þeim. Píanóleikarar eru margir, en fáir af- burða góðir. Dill Jones ber þar höfuð og herðar yfir, og eins heyrði ég í blindum pianóleikara, að nafni Eddie Thompson, sem mér fannst athyglis- verður, En mér skilst að hann sé ekki mikið þekktur. Einnig voru píanóleik- arar þeirra Tito Burns og Jimmy Walker mjög góðir, en ég var einmitt viðstadd- ur útvarpssendingu hjá BBC, þar sem þessar tvær hljómsveitir léku. Er ég þá kominn að kaflanum, sem nefna mætti. Jazz i RBC. BBC er heimskunn útvarpsstöð, og að áliti flestra íslendinga, sem til þessarar stöðva hlusta einhver allra fremsta út- varpsstöð í heimi. Englendingar eru nú á annarri skoðun. Keppist hver sem betur getur við að hlusta á Evrópískar stöðvar, svo lognmollulegt þykir útvarps- efni BBC. Jazzmúsik verður svo til al- gjörlega útundan. Reyndar er jazzþátt- ur einu sinni eða tvisvar í viku, 20—30 mínútur í hvort sinn, en hvað er það fyrir milljóna þjóð, þær tvær hljóm- sveitir, sem ég minntist á voru einmitt að leika í jazzprógrammi og voru með sín þrjú lögin hvor. Kynnir á þessu pró- grammi var góðkunningi okkar Steve Race, sem lék á píanó með Buddy Feat- herstonahugh hér fyrir nokkrum árum. Steve er vinsæll maður í ensku jazzlífi. Hann er skínandi píanóleikari og út- setjari, skrifar auk þess gagnrýni fyrir nokkur músíktímarit, og er öllum stund- um önnum kafinn við að setja saman og kynna þætti við BBC. Bað Steve mig að færa öllum kunningjum sínum hér sínar beztu kveðjur. Mér gafst ennfremur kostur á að vera viðstaddur nokkrar aðrar útsetn- ingar hljómsveita í BBC, en ekkert af því var það sérstakt, að það taki því að minnast nánar á það. Stórar hljómsveitir eru margar í Englandi, en fæstar þeirra þykja miklar jazzhljómsveitir. — Gafst mér því miður ekki tækifæri til að heyra til nema tveggja þeirra, þar sem þær leika flestallar á sumarskemmti- stöðum á þeim tíma árs, sem ég var staddur í London. Þó heyrði ég í hljóm- sveit Vic Lewis, sem staðið hefur mjög framarlega í hópi stórra hljómsveita. Leikur þessarar hljómsveitar var mjög losaralegur, eiginlega hvorki fugl né fiskur. Sólistar voru nokkrir ágætii', m. a. Vic Ash klarinetleikari og Ronnie Chamberlain saxófónleikari. — Einnig heyrði ég til hljómsveitar Oscar Rabin, sem er 16 manna danshljómsveit, sem 14 JazztUiá

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.