Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.05.1940, Page 4
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s
þá ekki sízl nýliðarnir, þeir sem ættu að halda starfinu
uppi í framtíðinni. Til þess að geta byggl upp þyrfti fyrst
og fremst að leggja traustar undirstöður, enda þótt úr
starfseminni kynni að draga á yfirborðinu, um stundar-
sakir. Pað var nauðsynlegt að líta fram í tímann og gera
róttækari breylingar en margan grunaði. Pó hygg ég að
slíkt hefði dregist lengur en varð, ef sérstök atvik hefðu
ekki orðið til þess að l'lýta fyrir því.
Hin mikla og margumtalaða þúsund ára hálíð Alþing-
is nálgaðist óðum og undirbúningur hennar var að liefj-
ast. Pá átti að tjalda þeim innlendu kröftum á öllum
svifmm, sem mögulegl væri og auðvitað átti allt að verða
sem bezt úr garði gert, við svo hátíðlegt tækifæri.
Snemma á árinu 1928 var gert ráð fyrir því, að hljóm-
sveitin léki á hátíðinni og þurfti því eitthvað að gera
því til undirbúnings. í fundargerð 17. maí 1928 er þess
getið, að Sigfús Einarsson, sem þá mun hafa verið orð-
inn söngmálasljóri hátíðarinnar, hafi skýrt frá því, að
hann hafi talað við próf. Johannes Velden, „hvort hann
nnmdi fáanlegur til þess að koma hingað til Reykjavík-
ur á yfirstandandi ári i þeim erindum, að kenna með-
limum hljómsveitarinnar mánaðartíma, undirbúa hljóm-
leik og stjórna honum að námskeiðinu loknu”, Tíminn
þótti nokkuð stuttur því á fundinum komu fram ein-
dregnar óskir um það, „að námskeiðið stæði eitlhvað fram
yfir mánuð eða allt að sex vikum”. Pannig var þá fyrsta
áætlun sveitarinnar um að afla sér frekari mennt-
unar.
Johannes Velden kom i október 1928, en svo skip-
aðist til, að hann dvaldi hér á vegum hljómsveitarinnar
talsvert lengur en ráð var fyrir gert. Pað er ekki um
of að segja að koma hans hafi hal’t rnikil áhrif. Af lienni
varð talsverður stormur er feykti burlu einu og öðru
sem vel mátti missast. Útsýn varð nú betri eftir en áður
og varð mörgum ljóst, að hið eina nauðsynlega væri
meiri þekking og leikni, ella væri ekki um annað að
ræða en leggja árar í bát. Aðrir vildu hafa status quo,
engu breyta, — eins og gengur.
4